fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Dóttir Berglindar lenti í ömurlegri reynslu með vinsælt leikfang: „Við erum að tala um tveggja sólarhringa dæmi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Elíasdóttir lenti í miður skemmtilegri reynslu með dóttur sinni Sölku Sif þegar sú yngri hafði verið að leik heima hjá vinkonu sinni með Bunchems kúlur.

Bunchems kúlurnar – Niðurstöður leitar Berglindar

Bunchems kúlurnar eru vinsælar meðal krakka í dag en hægt er að byggja úr þeim allskonar hluti þar sem kúlurnar límast hálf partinn saman við snertingu.

„Ég hélt að stelpan mín og vinkona hennar væru með eitthvað uppátæki sem engum öðrum dytti í hug að gera. Svo þegar ég „gúglaði“ þetta komst ég að öðru. Leikfangið er þekkt fyrir þetta vandamál og varað við því víða,“ segir Berglind í samtali við blaðakonu.

Salka og vinkona hennar höfðu verið í hárgreiðsluleik með kúlunum sem endaði ekki betur en svo að hár Sölku var orðið að einum flækjuhnút með fjöldann allan af boltum föstum í því.

„Að fá þetta í hárið er verra en tyggjó. Þetta er þekkt dæmi og ótal myndir og vídeó um akkúrat þetta leikfang og þetta vandamál. Erlendir fréttamiðlar hafa varað við þessu leikfangi og framleiðandi leikfangsins brást einnig við og gerði myndband um hvernig best væri að ná þessu úr hári eftir að hafa hlotið harða gagnrýni. Myndbandið frá framleiðandanum sýnir hins vegar ekki rétta mynd af því hvernig raunverulega er að ná svona kúlum úr sem hafa flækst vel.“

Lofaði að krúnuraka sjálfa sig ef hún fengi að klippa dótturina

Berglind tók sjálf myndband af ferlinu sem það tók þær mæðgur að ná kúlunum úr hári dóttur hennar og segir hún það gefa rétta mynd af aðstæðunum.

„Við erum að tala um tveggja sólarhringa dæmi. Frí í vinnu og skóla, meiri þolinmæði en ég hélt ég ætti til, vel tjónað hár og þreytt barn og móður. Ég veit ekki hversu oft ég reyndi að fá það samþykkt að klippa hárið. Á tímabili lofaði ég henni að ég myndi krúnuraka mig líka ef hún leyfði mér að gera það við sig.“

 

Berglind leitaði ráða hjá hárgreiðslukonu sem mælti með því að nota olíu eða flókasprey í verkefnið. Byrjuðu mæðgurnar með Sölku á nærfötunum inni í sturtu klefa og helti Berglind yfir dóttur sína matarolíu í þeirri von um að geta losað flækjuna.

„Svo var bara þolinmæðisverk að ná einum og einum bolta úr. Hún var bara á nærfötunum því við vildum ekki fá olíu í fötin en eftir tvo tíma var henni orðið ansi kalt. Við kveiktum því á sturtunni og tókum næstu tvo tíma þar og notuðum hárnæringu í óhóflegu magni. Það gekk verr þegar hárið var blautt og meiri líkur voru á því að við slitum hárið.“

Myndir af hári Sölku

Þegar klukkan var gengin eitt eftir miðnætti var Salka orðin úrvinda úra þreytu og var því ekkert annað í stöðunni en að fara að sofa með boltana í hárinu.

„Daginn eftir gekk betur því hárið var þurrt en feitt af olíunni og setti ég því ekkert meira í það. Greiddi bara einn og einn bolta úr með greiðu. Það tók allan daginn að ná þessu úr, hún fór ekki í skólann og ég ekki í vinnuna. Loksins þegar allir boltarnir voru komnir úr var eftir svakaleg flækja sem ég náði ekki allri úr fyrr en daginn eftir.“

Berglind vill endilega vara aðra foreldra við þessu leikfangi með því að deila reynslu þeirra mæðgna.

„Þetta hafðist að lokum sem betur fer. Þetta var ekki skemmtilegt en við hlæjum af þessu núna,“ segir Berglind að lokum sem fór með dóttur sína í klippingu eftir herlegheitin til þess að laga slitna enda.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið sem Berglind tók:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi