fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að keppa í vaxtarrækt þýðir ekki að þú fáir átröskun. Ég hef undirbúið mig fyrir sýningar og gert það á heilbrigðan hátt en um leið og ég fæ þráhyggju fyrir útliti mínu, hverju ég á að borða og hverju ég á ekki að borða þá veit ég að ég er ekki á góðum stað.“

Á þessum orðum hefur fitnessdrottningin Margrét Gnarr færslu sína á Instagram sem hún birti í gær. Margrét birti tvær myndir af sér með færslunni, á annari þeirra má sjá þar sem líkami hennar er í góðu jafnvægi en á hinni má sjá ástand hans þegar Margrét er komin með þráhyggju fyrir útliti sínu.

„Þegar ég fæ þráhyggju þá veit ég að ég er að leyfa átröskun minni að stjórna mér og ég nýt þess ekki lengur að undirbúa mig. Það er erfitt að komast út úr því og á síðasta ári varð ég að hætta að keppa vegna þess að ég vissi hversu langt þráhyggjan gat farið með mig,“ segir Margrét.

Viðurkennir Margrét að hún hafi þurft að taka sér hlé til þess að koma jafnvægi á líf sitt og til þess að leifa líkama hennar og huga að jafna sig.

„Fólk spyr mig hvenær ég mun stíga aftur á svið og ég segi þeim að af því verði þegar bæði líkami minn og hugur hefur jafnað sig. Ég er á mjög góðum stað einmitt núna og ég finn fyrir meira jafnvægi hvern dag. Ég hef enn slæma daga… Það eru enn dagar þar sem átröskunin reynir að sannfæra mig um það að ég verði að líta öðruvísi út og segir mér að sleppa því að borða og æfa meira. En þessi rödd hefur ekki lengur stjórn á mér. Hugsunin kemur upp í nokkrar sekúndur eða mínútur og þegar það gerist þá þarf ég að sleppa tökunum. Ég þarf að minna sjálfa mig á það hversu langt ég er komin í bata og af hverju ég þarf að vera í bata.“

Segist Margrét vilja vera í bata vegna þess að hún vilji vera heilbrigð, sterk og í jafnvægi. Hún vilji vera fyrirmynd og hjálpa öðrum ásamt því að vera til staðar fyrir þá sem hún elskar í lífinu.

 

 

View this post on Instagram

 

Competing in bodybuilding does not mean you get an eating disorder. I have prepped for show’s and done it in a healthy way but as soon as I get obsessed with how I look, what I should & should not eat I know I am not in a good place. When I get obsessed I know I am allowing my eating disorder to control me & I no longer enjoy prepping. It’s hard getting out of it & last year I had to stop competing because I knew how far the obsessiveness could take me. . I has to take a break to bring balance back into my life. I had to allow my mind & body to heal. People ask me all the time when I will step back on stage & my answer is “When my body & mind has healed” . I’m in a very good place right now & I feel more & more balanced every day. I still have bad day’s… There are day’s when my eating disorder voice tries to convince me I need to look differently & tells me to not eat & exercise more. But that voice hasn’t been able to take a hold of me. The thoughts come up for couple of seconds or minutes & when they do I need to let go. I need to remind myself of how far I am in my recovery & why I want to stay in recovery?? . I’m in recovery because: 1️⃣I want to feel healthy,strong & balanced 2️⃣I want to be a rolemodel & help others who are struggling 3️⃣I want to be able to be present in my loved once lifes . If you have any questions on what more I do to stay in recovery please leave a comment below & I will answer all of your questions? . I hope this post inspired anyone today? . #edrecovery #ed #eatingdisorderrecovery #bodypositive #transformationtuesday #bikinicompetitor #ifbbpro #bikinipro #recovery #gainingweightiscool #edwarrior

A post shared by Margret Gnarr (@margretgnarr) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.