fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |
Bleikt

Brúðarmær sökuð um að stela sviðsljósinu með brjóstaskoru sinni

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðarmær hefur verið sökuð um að reyna að „stela sviðsljósinu“ í brúðkaupi vinkonu sinnar. Ástæðan er mjög fleginn kjóll sem hún klæddist í brúðkaupið.

Reddit notandinn TacoPVP deildi mynd úr brúðkaupsveislunni. Á myndinni stendur konan við hliðin á brúðinni, klædd bláum kjól og hallar sér fram.

„Þegar þú bara þarft að stela sviðsljósinu,“ skrifaði TacoPVP með myndinni.

Netverjar voru hneykslaðir yfir fatavali konunnar. Margir sögðust ekki hafa áttað sig á því að um væri að ræða brúðkaupsmynd vegna þess að athygli þeirra beindist öll að brjóstaskoru konunnar.

„Við fyrstu sýn áttaði ég mig ekki á því að þetta væri brúðkaupsmynd,“ skrifaði einn netverji. Annar bætti við: „Plís, ekki segja mér að þetta sé brúðkaupsmynd.“

„Þetta er hræðilegt. Ég skal veðja að hún líka sviðsljósinu á öðrum myndum,“ skrifaði annar netverji.

Nokkrir Reddit notendur komu konunni til varnar og sögðu að hún hafi engu fengið að ráða þegar kæmi að kjólavali, en algengt er að brúðurin velji kjólana á brúðarmeyjarnar.

„Hún valdi ekki kjólinn, hún valdi ekki brjóstastærð sína. Ég er komin með nóg af því að konur eru kallaðar druslur fyrir líkama sinn,“ skrifaði einn netverji.

Annar netverji sagðist þekkja til konunnar og sagði:

„Konan segir að allar brúðarmeyjarnar voru með lítil brjóst og þegar brúðurin valdi kjólana þá gleymdi hún að reikna með stórum brjóstum vinkonu sinnar. Í hennar orðum: „Helmingur myndanna eru ónothæfar“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Augnablikið þegar barn heyrir rödd móður sinnar í fyrsta skipti

Augnablikið þegar barn heyrir rödd móður sinnar í fyrsta skipti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.