fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |
Bleikt

Miley Cyrus og Liam Hemsworth skilja – Giftu sig fyrir minna en ári síðan

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru hætt saman en það er minna en ár síðan þau giftust. People greinir frá þessu en grunur lá á að þau væru hætt saman eftir að Cyrus deildi myndum af sér án giftingahringsins.

Talsmaður Cyrus hefur gefið út yfirlýsingu um málið þar sem hann staðfesti þennan grun. 

„Þau eru í stöðugri þróun, bæði sem par og sem einstaklingar. Þau hafa ákveðið að þetta sé best fyrir þau bæði á meðan þau einbeita sér að framanum og sjálfum sér. Þau munu hugsa um öll dýrin sín í sitthvoru lagi á meðan þau eru aðskilin.“

Miley deildi myndunum þar sem hún er án giftingahringsins á Instagram síðu sinni en síðustu daga hefur hún verið að ferðast um Ítalíu.

Það leit allt út fyrir að vera í lagi hjá Miley og Liam. Miley sagði í samtali við Howard Stern fyrir stuttu að hún elskaði Liam ennþá meira eftir að hann bjargaði dýrunum þeirra úr eldsvoðanum í Malibu síðastliðinn Nóvember.

„Ég held að það sé mjög ruglandi fyrir fólk að ég sé gift. En sambandið mitt er einstakt.“ 

Miley sagðist þá einnig ekki passa í týpíska eiginkonuhlutverkið.

„Ég meina, heldur fólk í alvörunni að ég sé bara heima hjá mér í fokkings svuntu að elda kvöldmat? Ég er í gagnkynhneigðu sambandi en það breytir því ekki að ég laðist ekki að konum. Fólk verður grænmetisætur af heilsufarsástæðum en beikon er samt fokking gott. Ég tók ákvörðun þegar kemur að makanum mínum. Þetta er manneskjan sem mér finnst standa mest með mér. Ég passa algjörlega ekki í neitt steríótýpískt eiginkonuhlutverk. Ég þoli ekki einu sinni orðið eiginkona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Getur þú séð hvor hringurinn var búinn til á rannsóknarstofu?

Getur þú séð hvor hringurinn var búinn til á rannsóknarstofu?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Leikkona birtir berbrjósta mynd af sér eftir hótanir – „Ef einhver er að fara að græða pening af geirvörtu minni, þá er það ég“

Leikkona birtir berbrjósta mynd af sér eftir hótanir – „Ef einhver er að fara að græða pening af geirvörtu minni, þá er það ég“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.