fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hann fékk DNA-próf í jólagjöf frá dóttur sinni – Hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 9. ágúst 2019 20:30

F.v. Jennifer, Rebecca og Joseph.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebecca Cartellone ákvað að gefa foreldrum sínum DNA-próf í jólagjöf eitt árið, svo fjölskyldan gæti lært um ættartré sitt. Hvorki hún né foreldrar, Joseph og Jennifer, hennar höfðu hugmynd um afleiðingarnar sem prófið myndi hafa.

Fjölskyldan komst að því að Joseph væri ekki líffræðilegur faðir Rebeccu.

Joseph og Jennifer glímdu við frjósemisvandamál áður en þau áttu Rebeccu. Þau ákváðu að fara í tæknifrjóvgun (IVF) sem heppnaðist og Rebecca fæddist árið 1994.

Nú, 25 árum seinna, hafa þau komist að því að sjúkrahúsið og frjósemisstofan notuðu sæði frá öðrum karlmanni.

Rebecca og Joseph.

Hjónin höfða nú mál gegn sjúkrahúsinu, frjósemisstofunni, og Cincinnati borg.

„Þegar við sáum niðurstöðurnar tókum við strax eftir því að Rebecca var ekki með neitt ítalskt erfðaefni. En hennar erfðaefni passaði vel við erfðaefni konunnar minnar,“ sagði Joseph við Good Morning America.

„Fyrst trúði ég þessu ekki, síðan var ég í áfalli og varð síðan reiður.“

Fjölskyldan hélt einnig fjölmiðlafund til að vekja athygli á málinu.

„Aldrei hélt ég, í minni verstu martröð, að DNA-próf í jólagjöf frá dóttur minni fyrir fjölskylduna myndi afhjúpa svona illa meðferð af völdum heilbrigðissérfræðinga, þeirra sem við báðum um hjálp til að byrja með. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir fjölskyldu mína. Ég vill gera allt sem ég get til að tryggja að enginn annar muni fara í gegnum það sama og við,“ sagði Joseph.

Rebecca keypti erfðaefnisprófið fyrir fjölskyldu sína svo þau gætu lært meira um ættartréð. Hún gaf þeim það í jólagjöf í fyrra. Tveimur mánuðum seinna komu niðurstöðurnar. Feðgin fóru í annað próf til að vera viss um að niðurstöðurnar væru réttar, það próf staðfesti það fyrra, að Rebecca er ekki líffræðileg dóttir Josephs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“