fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |
Bleikt

Donna vill fræðslu fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi – Misnotuð af stjúpföður sínum frá því hún var 6 ára

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var misnotuð af stjúpföður sínum frá því að hún var 6 ára gömul hvetur fólk til að fræða börnin sín um kynferðislega misnotkun og ofbeldi af öllu tagi.

Donna-Marie Wreight bar harm sinn í hljóði í þau 12 ár sem hún var misnotuð bæði andlega og líkamlega. Hún hafði enga hugmynd um að þetta væri ekki eðlilegt. 

Á unglingsárunum ákvað hún að segja vinkonu sinni frá misnotkuninni en hún þorði ekki að fara til lögreglunnar. Hún var hrædd við að enginn myndi hlusta á hana.

Í dag er Donna 41 árs gömul og sjö barna móðir. Hún segir að það hafi ekki verið fyrr en hún eignaðist börn sem hún gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að opna sig um misnotkunina.

Hún styrkir PANTS herferðina sem er á vegum landssamtaka sem beita sér gegn ofbeldi gegn börnum. Herferðin snýst um að hvetja skóla og foreldra til að fræða börn um ofbeldi gegn börnum án þess að hræða þau.

Í samtali við METRO um málið segir Donna að herferðin sé henni mjög mikilvæg.

„Þetta skiptir mig máli því eiginmaður móður minnar misnotaði mig þegar ég var barn.“

Hún segist hafa reynt að vernda börnin sín gegn öllu ofbeldi. Hún kenndi þeim hvernig á að vernda sig og segja frá því ef þau verða vitni að einhvers konar ofbeldi.

„Ég sá þessa herferð fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan. Hún er mjög barnvæn, þau tala ekki um ofbeldið sjálft eða kynlíf heldur impra þau á því að líkaminn þeirra tilheyri þeim sjálfum.“

Donna var orðin 18 þegar hún sagði frá ofbeldinu sem hún varð fyrir. Stjúpfaðir hennar sat í fangelsi í átta ár en er laus í dag. 

„Þegar hann byrjaði að misnota mig var ég ekki viss um það hvað var í gangi. Ég hugsaði hvort þetta væri eðlilegt, hvort þetta væri það sem pabbar gerðu.“

Donna trúir því að hún hefði sagt fyrr frá ofbeldinu ef hún hefði fengið fræðslu um ofbeldi á barnsaldri. Hún segir að fræðsla fyrir börn um ofbeldi geti verndað þau frá mögulegu ofbeldi.

„Hann hótaði að drepa mig og alla fjölskylduna ef ég myndi segja einhverjum frá þessu. Óttinn er stærsta vopnið þeirra en stærsti styrkur þolanda eru raddirnar þeirra.“

Donna segir að börn verði að vita af því að þau eru ekki ein í þessu.

„Börn verða að vita af því að það er fólk þarna úti sem mun hlusta á þau. Það er fólk þarna úti sem mun standa með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Getur þú séð hvor hringurinn var búinn til á rannsóknarstofu?

Getur þú séð hvor hringurinn var búinn til á rannsóknarstofu?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Leikkona birtir berbrjósta mynd af sér eftir hótanir – „Ef einhver er að fara að græða pening af geirvörtu minni, þá er það ég“

Leikkona birtir berbrjósta mynd af sér eftir hótanir – „Ef einhver er að fara að græða pening af geirvörtu minni, þá er það ég“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lesið í tarot Steinunnar Ólínu: Fjársterkur aðili kemur til hjálpar

Lesið í tarot Steinunnar Ólínu: Fjársterkur aðili kemur til hjálpar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aldrei aftur undirhökumynd – Einföld ráð frá sérfræðingi

Aldrei aftur undirhökumynd – Einföld ráð frá sérfræðingi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.