fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |
Bleikt

Móðir brúðgumans klæddist öllu hvítu

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 2. ágúst 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af brúðguma og konu í hvítum brúðarkjól hefur vakið mikla athygli. Ástæðan fyrir því er að konan er ekki brúður hans, heldur móðir hans.

Móðir brúðgumans var greinilega stjarnan í brúðkaupinu ef marka má föt hennar. Hún klæddist hvítum blúndukjól og var með hvítt höfuðfat í stíl. Skiljanlegt að fólk reiknaði með að hún væri brúðurin.

Mæðgin í brúðkaupinu.

Mynd af þeim var deilt á Facebook þar sem vinur brúðgumans uppljóstraði því að þetta væri móðir brúðgumans en ekki eiginkona hans.

„Facebook vinur minn gifti sig í gær, af hverju halda tengdamæður að það er í lagi að klæðast hvítu. Ég hefði orðið öskuill,“ skrifaði hún á Facebook með myndinni. Hún deildi henni í Facebook-hópnum Thath‘s It I‘m Wedding Shaming. Þar hafa mörg hundruð manns skrifað við myndina.

Ein kona sagði að kjóllinn væri alveg eins og brúðarkjóll hennar. Margir skrifuðu og sögðust hafa haldið að þetta væru brúðhjón og voru í sjokki þegar þau komust að sannleikanum.

Skjáskot/Facebook

„Þetta er ekki einu sinni bara hvítt! Þetta lítur út fyrir að vera brúðarkjóll,“ skrifar ein kona í hópnum.

Fleiri skrifuðu við myndina:

„Omg ég hélt að myndin væri af brúðinni. Ég hefði orðið svo pirruð!“

„Þetta er fáránlegt. Þvílík blúnda og svo höfuðfatið!“

„Hún er ekki bara að klæðast hvítum kjól, hún er í brúðarfötum!“

Hvað segja lesendur, gekk móðir brúðgumans of langt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins

Hann sendi skilaboð í rangt númer – Sjáðu stórkostlegt svar lögreglumannsins
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti

Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Getur þú séð hvor hringurinn var búinn til á rannsóknarstofu?

Getur þú séð hvor hringurinn var búinn til á rannsóknarstofu?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Leikkona birtir berbrjósta mynd af sér eftir hótanir – „Ef einhver er að fara að græða pening af geirvörtu minni, þá er það ég“

Leikkona birtir berbrjósta mynd af sér eftir hótanir – „Ef einhver er að fara að græða pening af geirvörtu minni, þá er það ég“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá

Hann sendi kærustunni 12 reglur um hvernig hún ætti að haga sér – Hélt svo framhjá
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar

Brúðkaupsmyndir Guðrúnar og Óla töfrum líkastar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lesið í tarot Steinunnar Ólínu: Fjársterkur aðili kemur til hjálpar

Lesið í tarot Steinunnar Ólínu: Fjársterkur aðili kemur til hjálpar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aldrei aftur undirhökumynd – Einföld ráð frá sérfræðingi

Aldrei aftur undirhökumynd – Einföld ráð frá sérfræðingi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.