fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á það til að hugsa ansi órökrétt þegar það heldur að maki þeirra sé að halda framhjá þeim. Sem er vissulega skiljanlegt, upp að vissu marki.

27 ára kona sagði nýlega frá mjög furðulegri beiðni kærasta síns. Hann vill að hún kúki fyrir framan sig til að sanna að hún hafi verið honum trú.

Sagan í stuttu máli er sú að hún gleymdi að sturta niður og hann spurði hver hafði notað klósettið. Hún útskýrði fyrir honum vandræðalega að þetta hafi verið hún. En hann trúði henni ekki.

Hún segir sögu sína á reddit og þú getur lesið hana hér að neðan. Hún hefur verið lauslega þýdd fyrir lesendur.

„Ég hef verið með kærasta mínum í rúmlega ár núna. Ég bý ein og hann gistir oft hjá mér. Samband okkar er heilbrigt og við treystum hvort öðru. En ég veit af því að fyrrverandi kærasta hans hélt framhjá honum. Fyrir þessa viku þá hafði hann aldrei sýnt neitt ótraust í minn garð.

Íbúðin mín er frekar gömul og það tekur langan tíma fyrir vatnið að hitna almennilega. Stundum, þegar ég bíð eftir að sturtan verði heit, kúka ég. Ég vil ekki sturta niður og rugla í hitastiginu á vatninu, þannig ég kúka, fer í sturtu og sturta svo niður.

Fyrir nokkrum dögum síðan var ég lengur en venjulega að þvo á mér hárið og gleymdi alveg að sturta niður þegar ég var búin í sturtu. Ég veit, ég er villidýr sem á skilið að búa í hlöðu. Höldum áfram.

Allavega, kærasti minn kom heim til mín þetta kvöld. Hann fór inn á baðherbergi, var þar í nokkrar mínútur án þess að segja orð og kom síðan fram, dauðalvarlegur á svipinn. Hann spurði eftir hvern þessi kúkur væri í klósettinu.

Ég var miður mín og útskýrði að ég hafði gleymt að sturta niður. En hann hélt áfram að spyrja hvaða kúkur þetta væri, þetta var komið á það stig að ég áttaði mig á því að hann væri ekki að reyna að stríða mér. Síðan sagði hann: „Hvaða gaur kúkaði í klósettið þitt?“

Á þessum tímapunkti var ég rosalega ringluð. Ég sagði honum aftur að ég hafi gleymt því að sturta niður. Hann svaraði og sagði að ég væri lygari og að „engin stelpa gæti kúkað svona stórum kúk.“ Honum var dauðalvara.

Ég trúði því ekki að ég væri að eiga þetta samtal. Ég gat ekki einu sinni farið í uppnám eða verið reið. Ég sagði bara, eins og fáviti: „En… þetta er minn kúkur?“

Kærasti minn gekk út úr íbúðinni án þess að segja orð við mig og hundsaði símtölin mín sem eftir var kvöldsins. Næsta dag samþykkti hann að hitta mig í hádegismat. Hann baðst afsökunar fyrir að hafa farið í flýti en hann gæti samt ekki enn trúað því að þetta væri minn kúkur. Hann sagðist vera reiðubúinn að gefa mér „annað tækifæri“ ef ég gæti sannað það.

Ég skildi ekki alveg hvað hann væri að meina svo hann útskýrði það fyrir mér nánar. Hann vill að ég kúki fyrir framan hann, til að sanna að kúkurinn minn lítur svona út í raun og veru.

Þetta var í gær. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera. Kannski við getum komist að samkomulagi og ég kúka í klósettið og kalla svo á hann til að sjá kúkinn? En þetta er bara allt of skrýtið, furðulegt og ógeðslegt. Ég virkilega elska þennan mann en ég veit í alvöru ekki hvað ég á að gera. Hann hefur gert það ljóst að ef ég geri þetta ekki þá hættum við saman.“

Netverjar hafa brugðist við sögunni og hvatt konuna til að hætta með kærastanum.

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.