fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Lifði af og segir sögu sína: „Kærasti minn heimtaði að ég færi í þungunarrof og skaut mig í höfuðið“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 22:00

Naomi Rosado og Charles Tenpenny.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naomi Rosado var aðeins sautján ára þegar hún flutti inn til vinar síns, Charles Tenpenny. Charles sýndi fljótlega sínar sönnu hliðar og beitti Naomi skelfilegu ofbeldi. Síðasta ofbeldisverk hans drap næstum því Naomi, en hann skaut hana í andlitið.

Naomi var ólétt eftir Charles og vildi eiga barnið. Charles tók það ekki í mál og lamdi hana svo illa að hún varð meðvitundarlaus. Hann taldi það ekki nóg og skaut hana í annað augað.

Það er kraftaverk að bæði Naomi og barnið lifðu árásina af og vinna nú hörðum höndum að endurbyggja líf sitt.

Naomi, nú 19 ára, sagði Fabulous Digital sögu sína sem er hér lauslega þýdd fyrir lesendur:

Ég kynntist Charles í gegnum vinkonu mína, Kaitlyn, í nóvember 2017. Ég var þá 17 ára og í framhaldsskóla. Þau kynntust á Tinder en voru bara vinir því það var enginn neisti á milli þeirra.

Á þessum tíma var ég að rífast mikið við mömmu mína um kjánalega unglingshluti. Ég fékk nóg af rifrildinu og flutti inn til Charles og Kaitlyn.

Mamma hélt að ég hefði flutt inn til foreldra Kaitlyn en hún var brjáluð þegar hún frétti sannleikann eftir um mánuð. En eins og týpískur unglingur þá hélt ég að ég vissi best og hélt áfram að búa þarna.

Naomi og Charles.

Í janúar 2018 ákvað Charles að hann væri kærasti minn, þó svo að ég samþykkti það aldrei.

Innst inni var ég dauðhrædd við hann.

Hann hellti mig fulla svo hann gæti gert það sem hann vildi við mig, og þó svo að hann gat verið mjög indæll, þá vissi ég hversu hrottalegur hann var í raun. En mér fannst ég ekki geta farið heim með skottið á milli lappanna, svo ég ákvað að vera þarna áfram. Þetta voru ein stærstu mistök sem ég hef gert á ævi minni.

Í lok mars var allt sem var indælt við Charles farið. Hann byrjaði að beita mig andlegu ofbeldi. Hann kallaði mig druslu og hóru, eða sló mig utan undir ef honum langaði til þess. Ég var of hrædd til að biðja um hjálp.

Einn dag í apríl áttaði ég mig á því að ég væri sein á blæðingar og hafði verið veik nokkrum sinnum.

„Ég held að ég sé ólétt,“ sagði ég við Charles þegar hann kom heim úr vinnu.

Hann svaraði brjálaður: „Ef þú ert það, þá skaltu losa þig við það! Þú verður hræðileg móðir!“

Ég grét. Ég ákvað að tala ekkert um þetta meira og hugsa ekkert um meðgönguna eins og hún væri ekki raunveruleg. Á meðan hélt Charles áfram að gefa mér áfengi við hvert tækifæri.

Naomi fyrir árásina.

En í júlí áttaði ég mig á því að ég gæti ekki hunsað meðgönguna lengur. Ég fékk hræðilega magaverki og gat ekki einu sinni staðið upp. Vinur minn fór með mig á sjúkrahús.

Meðan ég var þar fór ég í sónar og fékk staðfestingu frá lækni að ég væri ólétt. Þegar mér var sagt að ég ætti von á dreng fór ég að gráta. Ég var spennt, þó svo að þetta væri barn Charles.

Charles kom á sjúkrahúsið og ég sagði honum að ég væri pottþétt ólétt. Hann virkaði meira að segja spenntur þegar ég sagði honum að þetta væri strákur.

„Ég er að verða pabbi,“ sagði hann brosandi. Á þessu augnabliki hélt ég að allt myndi vera í lagi.

Mamma frétti að ég væri ólétt og bauð mér að koma aftur heim. Ég neitaði, ég vissi að það myndi koma Charles í uppnám.

Ég hugsaði um mig sjálfa og ófædda barn mitt. Ég neitaði að fá mér sopa af áfengi, þó svo að Charles heimtaði það.

Naomi á sjúkrahúsinu eftir árásina.

Þann 17. júlí fór allt til fjandans. Ég heyrði Charles segja fólki að barnið væri ekki hans og ég spurði hann um það.

Hann var fokillur og barði mig í höfuðið með byssu. Ég varð meðvitundarlaus. Daginn eftir þegar ég vaknaði var ég reið.

„Af hverju gerðirðu þetta, af hverju vildirðu meiða mig svona?“ Öskraði ég.

„Þú hélst framhjá mér,“ öskraði hann á móti. „Og húsið er alltaf skítugt, þú heldur því ekki hreinu. Ég er kominn með nóg af þér.“

Ég fór að gráta, og á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að ég þyrfti að koma mér burt.

Ég sat á sófanum og hann gekk að mér, hann hélt á sömu byssu og hann notaði til að berja mig meðvitundarlausa kvöldið áður.

„Charles, plís, ekki,“ grét ég. „Hugsaðu um barnið.“

Naomi eftir árásina.

Um leið og ég sleppti síðasta orðinu skaut hann mig beint í vinstra augað. Ég féll á gólfið og hann skildi mig eftir í smá tíma, áður en hann hringdi í lögregluna.

Charles hélt því fram við lögreglu að það hafi einhver brotist inn og skotið mig. Það var farið með mig á spítala og svo var ég færð á annan stærra sjúkrahús.

Charles kom á sjúkrahúsið og var þar með fjölskyldu minni, grátandi eins og smábarn.

Mér var haldið sofandi því byssukúlan, sem ótrúlegt en satt fór framhjá heilanum mínum, sat föst í höfði mínu.

Þetta hljómar furðulega, en ég hef nokkrar minningar úr dáinu og ég var dauðhrædd í hvert skipti sem Charles var í herberginu.

Þegar hann var einn með mér þá hvíslaði hann í eyra mitt: „Ef þú segir einhverjum hvað ég gerði þá mun ég meiða mömmu þína meira en ég meiddi þig. Og ég skal passa upp á það að hún haldist lifandi svo þú getur séð hvað þú gerðir.“

Sem betur fer tók mamma mín eftir því að hjartamælirinn fór á fullt í hvert skipti sem Charles talaði við mig og hún sagði lögreglu að hún var hrædd um að hann tengdist málinu. Lögreglan var sammála en þurfti að safna sönnunargagna.

Þrem eða fjórum dögum seinna sagði Charles ömmu minni að hann hafði óvart skotið mig. Hún trúði honum ekki og hringdi strax í lögregluna, sem handók hann.

Landyn litli.

Mér var haldið sofandi í þrjár vikur. Ég gæti hafa dáið og ég missti annað augað mitt. Það var kraftaverk að barnið mitt lifði þetta af.

Sonur minn, Landyn, fæddist með keisaraskurði í nóvember 2018. Ég þurfti að vera svæfð fyrir fæðinguna vegna alls þess sem hafði gengið á.

Það var svo tilfinningaþrungið þegar ég fékk loksins að halda á honum. Þegar ég horfði á hann gat ég ekki hætt að gráta og öll fjölskylda mín grét með mér. Kraftaverkabarnið mitt sem hefði getað dáið. Ég fann fyrir svo mikilli ást til hans, það var yfirþyrmandi.

Nokkrum mánuðum seinna mætti ég Charles í dómssal. Hann tók dómssátt og játaði að hafa skotið mig í andlitið. Hann fékk 25 ár í fangelsi. En þegar ég horfi til baka vildi ég óska þess að hafa ekki samþykkt dómssáttina. Hann drap næstum því mig og Landyn, hann hefði átt að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi, ekkert minna.

Naomi ásamt fjölskyldu sinni.

En ég vildi halda áfram með líf mitt sem fyrst. Ég vildi ekki hafa réttarhöldin hangandi yfir mér.

Ég hélt að ég myndi vera stressuð að sjá hann í dómssal en það var valdeflandi, þetta var endirinn á þeirri martröð sem samband okkar var.

Nú er ég farin aftur í skóla að læra. Landyn er fullkomið hamingjusamt barn. Ég er svo þakklát að hafa fengið annað tækifæri í lífinu.

Ég ætla að fara í skóla til að tala við unglinga um ofbeldi í samböndum. Ég vil að þeir átti sig á hvað er slæmt samband og viti hvernig þeir geti komist úr því.

Ég er svo þakklát að ég sé hérna. Mér finnst eins og ég átti að lifa af til að geta hjálpað öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.