fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Stórfurðulegt athæfi í flugvél vekur athygli – Sjáðu myndbandið: „Þetta á heima á Twitter“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter er staður á netinu þar sem allt skemmtilegt, fyndið og furðulegt á heima. Rithöfundurinn Alafair Burke deildi myndbandi á Twitter af furðulegu athæfi í flugvél og skrifaði með því:

„Vinkona mín sem er ekki með Twitter sendi mér þetta úr fluginu sínu. Þetta á heima á Twitter.“

Við getum ekki verið annað en sammála. Í myndbandinu má sjá manneskju í flugvél nota fæturna á sjónvarpskjáinn fyrir framan sig. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Eftir að Alafair deildi myndbandinu bentu margir á að hugsanlega væri um hreyfihamlaða manneskju að ræða sem gæti ekki notað hendurnar. Hins vegar var það ekki raunin.

„Vinkona mín staðfesti að hún sá hann ganga í og úr flugvélinni og að hann hafi haldið á sinni eigin tösku. Hann vill bara horfa á sjónvarpið með fótunum sínum.“

Myndbandið vakti mikla athygli og þurfti Alafair að svara eftirspurn á Twitter.

„Myndbandið er tekið á almenningsstað og deilt á opinn Twitter reikning. Horfið eins og þið viljið, en nei við erum ekki að selja eða skrifa undir eitthvað eða segja ykkur dagsetningu eða númer flugsins. Ekki vera skrýtin.“

Mörgum fannst þetta hrikalega sóðalegt og bentu á að ofurfyrirsætan Naomi Campbell gæti haft ýmislegt til málanna að leggja þegar kemur að hreinlæti í flugvélum. Í myndbandinu hér að neðan fer hún yfir rútínu sína þegar hún kemur inn í flugvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.