fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 13:00

Natalia nýtur mikilla vinsælda á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram fyrirsætan Natalia Garibotto, 26, ára, þénar rúmlega 37 milljón krónur á ári fyrir að deila myndum á Instagram.

Hún þénar allt að 620 þúsund krónur fyrir eina færslu og fær fjölda bónorða á hverjum degi.

Yfir 1,3 milljón manns fylgja Nataliu á Instagram en hún segir að stærstu aðdáendur hennar eru foreldrar hennar.

Natalia Garibotto.

„Fjölskylda mín er ótrúlega stolt af mér, þó þau kvarti stundum yfir hvernig myndum ég deili,“ segir Natalia við The Sun.

Natalia er einhleyp og fær fjölda skilaboða frá karlmönnum á hverjum degi. Hún þarf þó reglulega að „blokka“ karlmenn sem senda henni óviðeigandi skilaboð eða myndir.

Natalia Garibotto.

Natalia byrjaði fyrst að þéna á Instagram fyrir tveimur árum síðan.

„Ég elska hvernig ég veiti bæði konum og körlum innblástur að fara í ræktina á hverjum degi og hvernig ég hvet þau að reyna fyrir sér og þéna pening,“ segir fyrirsætan.

Hún segir að leyndarmálið á bakvið fullkomna Instagram færslu sé að einblína á „fullkomna lýsingu, myndatexta og að það sé hægt að tengja við myndina.“

„Sumir halda að þeir þurfa að deila ákveðnum myndum til að fá „likes,“ en hver mynd er öðruvísi. Það sem virkar fyrir eina manneskju virkar kannski ekki fyrir aðra,“ segir Natalia.

Natalia Garibotto.

Fyrirsætan þénar yfir 37 milljón krónur á ári, bæði frá Instagram og öðrum verkefnum. „Þetta tekur klárlega tíma. Þú þarft að eyða miklum tíma í Instagram síðuna þína svo hún getur stækkað og fólk sé að skoða hana.“

En það eru líka neikvæðar hliðar þess að vera samfélagsmiðlastjarna.

„Að treysta fólki er erfitt því Instagram fylgjendur er gjaldmiðill sem allir vilja. Þetta hefur eyðilagt vinskap og sambönd hjá mér,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar

Fær óviðeigandi skilaboð daglega frá karlmönnum sem vilja vera „sykurpabbar“ hennar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein

Læknir sagði nýrri móður að grennast til að líða betur – Kom í ljós að hún var með krabbamein
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana

Pixee vill vera „lifandi teiknimyndafígúra“ – Hefur látið fjarlægja sex rifbein og endurbyggja skapabarmana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur

Svona losnaði Ólympíustjarnan við kviðfituna – Auðveldara en þú heldur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Milljónamæringur gagnrýndur fyrir að flengja fyrirsætur á snekkju – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.