fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 15. júlí 2019 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að koma sér í form og hvað þá létta sig. Stundum stendur þyngdartapið í stað og ekkert virðist vera að gerast, sama hversu mikið þú djöflast í ræktinni eða borðar hollt.

Þyngdartap getur verið flókið ferli og eitt af því erfiðasta er að finna hvatninguna til að halda áfram í stöðnun.

Nokkrar konur deildu því með Women‘s Health Magazine hvað lét þær halda áfram þegar þyngdartapið stóð í stað.

„Ég hugsa um hversu langt ég hef komist“

Cortland West, 24 ára, hefur misst 36 kg.

„Í hvert skipti sem mig langar að gefast upp – treystu mér, mig langar það stundum enn þá – þá minni ég mig á stelpuna í þessum myndum og hversu óhamingjusöm hún var. Ég vil aldrei horfa í spegil og sjá hana aftur. Það drífur mig áfram. Ég hef komist of langt til að staðna.“

 „Ég rifja upp hvað hvatti mig til að hefja þetta ferðalag“

Vivian Wolf, 44 ára, hefur misst 18 kg.

„Ég veit að það hljómar kjánalega, en þú verður að finna þína ástæðuna, þitt „af hverju.“ Síðasta sumar áttaði ég mig á því að ég væri að verða 45 ára, myndi halda upp á 20 ára brúðkaupsafmæli og fara til Perú í sjálfboðavinnu. Ég vissi að ég hefði ár til að koma mér í form í fyrsta sinn eftir að ég átti börnin mín.

Ég vildi ekki vera í ofþyngd fyrir þessa atburði og ég vildi ekki vera of þung á meðan ég væri að ganga um fjöll Perú. Ég vildi geta hjálpað fólki. Þannig í gegnum þetta ferli, þegar þyngdartap mitt stóð í stað, minnti ég mig á af hverju ég er að þessu.“

„Ég einbeiti mér að því að verða sterk í ræktinni“

Jessica Hudson, 29 ára, hefur misst 17 kg.

„Þyngdartapsferlið tekur tíma og til að láta tímann líða hraðar, sérstaklega þegar það stendur í stað. Þá einbeiti ég mér að því að styrkjast. Ég trúi að það er mun erfiðara að hugsa um stöðnun þegar þú skilur hvað það hefur mikil áhrif að hugsa um styrk.“

„Ég minni mig sjálfa á hversu mikið betur mér líður þegar ég borða hollt“

Kenzie Pittman, 26 ára, hefur misst 20 kg.

„Ég kveiki aftur á drifkraftinum með því að segja mér stanslaust hversu vel mér líður þegar ég hreyfi mig og borða hollt. Að tala jákvætt við sjálfa mig hefur hjálpað mér í öllu þessi ferli, og stundum þarftu að segja þessa hluti upphátt fyrir framan spegillinn.“

„Ég geri æfinguna mína skemmtilega“

Cori Magnotta, 34 ára, hefur misst 38 kg.

„Ég fylgdist með hversu margar kaloríur ég var að borða í fjóra mánuði og léttist, en skyndilega stóð þyngdartapið mitt í stað. Ég þurfti að hreyfa mig en fannst það ömurleg tilhugsun að stíga fæti inn í ræktina. Síðan uppgötvaði ég húllahrings-fitness og það varð að ástríðu minni. Næstu mánuði komst ég yfir stöðnun með því að einblína á að hafa gaman.

Með því að hafa gaman þá náði ég að halda áfram að borða hollt og hreyfa mig reglulega, meira að segja þegar það hægðist á þyngdartapinu. Það er ekki hægt að brosa ekki þegar þú ert að húlla!“

„Ég lít á stöðnun sem leið til að kenna mér þolinmæði og þrautseigju“

Leandie Williams, 33 ára, hefur misst 45 kg.

„Ég á í skrýtnu ástarsambandi við stöðnun. Ég hef lært að hugsa það sem leið til að kenna mér þolinmæði og þrautseigju. Hins vegar langar flestum okkar að gefast upp. En í staðinn, læt ég stöðnun veita mér innblástur og finna hvað hvetur mig áfram og átta mig á því að þetta er hluti af ferlinu.“

„Ég einblíni á sigra sem sem tengjast ekki vigtinni“

Joanna Wilcox, 33 ára, hefur misst 30 kg.

„Það getur verið mjög svekkjandi þegar þú gerir allt „rétt“ og færð ekki niðurstöðurnar sem þú vilt. En þetta snýst um þolinmæði.

Þegar ég þarf hvatningu á að halda til að koma mér í gegnum stöðnun, þá einblíni ég á sigra sem tengjast ekki vigtinni. Eru fötin víðari? Geturðu stjórnað því sem þú borðar? Líður þér betur? Ef já, þá ertu að ná árangri.“

„Ég fagna hverri heilbrigðri ákvörðun sem ég tek sem velgengni“

Emily Powers, 24 ára, hefur misst 54 kg.

„Þyngdin mín stóð í stað einn og hálfan mánuð, og það var svo pirrandi. Ég þurfti að minna mig sjálfa á að halda áfram og vera þolinmóð. Þyngdartap gerist ekki yfirnóttu og með engri skammtímalausn. Þú verður að muna að hver heilbrigð ákvörðun sem þú tekur er rétt ákvörðun. Þó svo að vigtin endurspeglar það ekki, þá þýðir það ekki að það sé ekki þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.