fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Aðdáendur eru sannfærðir um að Cara Delevingne og Ashley Benson séu trúlofaðar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 12:00

Cara Delevingne og Ashley Benson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur eru sannfærðir um að stjörnuparið Cara Delevingne og Ashley Benson séu trúlofaðar.

Ástæðan fyrir því er að nýlega sást til þeirra skarta alveg eins hring á baugfingri vinstri handar.

Fyrstu sögusagnir um samband þeirra fóru á kreik í maí 2018, en þær hafa haldið sambandi sínu prívat frá umheiminum

Af og til hefur sést til þeirra saman, þær deila stundum myndum af sér saman eða af hvor annarri, en aldrei hafa þær formlega staðfest samband sitt.

Þar til í júní 2019. Cara deildi myndbandi af þeim kyssast og skrifaði með #PRIDE.

Aðspurð af hverju hún ákvað að opinbera samband þeirra svaraði Cara: „Ég veit það ekki, vegna þess að það er Pride. Það eru 50 ár síðan Stonewall [Riot] gerðist og ég veit ekki. Við erum nýlega búnar að eiga eins árs sambandsafmæli, þannig af hverju ekk?“

Nú eru aðdáendur parsins gjörsamlega að missa sig því það lítur út fyrir að þær séu trúlofaðar.

Síðustu helgi voru Ashley og Cara í fríi í Saint- Tropez. Það sem vakti athygli var baugfingur þeirra beggja, en á þeim voru gullhringir sem líta út eins og klassískir trúlofunarhringir.

Þær skörtuðu báðar gullhring á baugfingri vinstri handar.

Parið hefur ekki staðfest orðróminn. Við bíðum spennt! Hér eru nokkrar myndir af parinu saman síðasta árið.

Parið í mars 2019.
Parið fór í fyrir-brúðkaupsveislu Zoë Kravitz og Karl Glusman í júní síðastliðinn.
Þarna var parið nýbúið að opinbera samband sitt.
Hlæja saman.
Parið í partí 2018

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Besta fyrir og eftir mynd Margrétar Gnarr til þessa: „Ég trúi þessu ekki enn þá!“

Besta fyrir og eftir mynd Margrétar Gnarr til þessa: „Ég trúi þessu ekki enn þá!“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Guðný glímdi við lotugræðgi í áratug: „Ég kastaði upp á salernum hjá bensínstöðvum“

Guðný glímdi við lotugræðgi í áratug: „Ég kastaði upp á salernum hjá bensínstöðvum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.