fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Pantaði prinsessuköku fyrir dóttur sína en starfsfólkið ruglaðist: Þetta fékk hún í staðinn

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kensli Davis var ansi brugðið þegar hún sá afmæliskökuna sína sem móðir hennar hafði pantað fyrir hana. 

Um gríðarlegan misskilning var að ræða þar sem Kensli vildi að Disney prinsessan Moana yrði á kökunni. Mamman fór því út í búð til að panta prinsessukökuna fyrir dóttur sína. 

Svo virðist sem starfsmönnum búðarinnar hafi misheyrst þema kökunnar en kakan var ekki gerð eins og Kensli Davis hafði hugsað sér.

Þegar Kensli opnaði kassann sem innihélt kökuna, þá sá hún enga prinsessu. Á kökunni var hins vegar stórt marijúana lauf ásamt grasgrænum smáhesti sem virðist vera undir áhrifum plöntunnar.

Til allrar hamingju fannst Kensli þetta bara fyndið. Hún tók mynd af kökunni og deildi á Facebook-síðu sinni áður en hún borðaði hana.

„Mamma mín hringdi og pantaði köku fyrir afmælið mitt. Hún sagði þeim að Moana væri í uppáhaldi hjá mér en starfsfólkið hélt greinilega að hún hafi sagt maríjúana. Kakan var samt góð“

Færslan hefur fengið mikla athygli en henni hefur verið deilt rúmlega tíu þúsund sinnum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.