fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Bleikt

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er að opna sig um sársaukann sem hún upplifði á Met Gala fyrr á árinu.

Raunveruleikastjarnan segir frá því að lífstykkið sem hún klæddist á viðburðinn hafi orsakað versta sársauka sem hún hefur upplifað í lífi sínu.

Kim segir frá þessu í viðtali við WSJ Magazine.

Hún klæddist Thierry Mugler kjól á Met Gala og var í lífstykki undir kjólnum. Þrír fullorðnir menn reimuðu Kim í lífstykkið og var það svo þröngt að hún gat ekki sest niður. Sjáðu hvernig hún fór í lífstykkið í myndbandinu hér að neðan.

Kim Kardashian var líkamssmánuð eftir Met Gala og hraunaði einkaþjálfari hennar yfir gagnrýnendur.

„1. Þessi kjóll er með lífstykki EN 2. Kim æfir eins og brjálæðingur sex daga vikunnar, fjandinn hafi það. Hún vaknar fáránlega snemma og leggur sig alla fram. 3. Ég hjálpa henni en hún vinnur alla vinnuna! OG ÞAÐ SEM MEIRA MÁLI SKIPTIR: Mér er skítsama um álit ykkar á líkama hennar og hvort ykkur finnst hún gervileg eður ei. Ég hitti hana á hverjum morgni, ég horfi á hana þjálfa og ég sé hana svitna. Ég sé einnig allt sem hún gerir utan ræktarinnar og ÞAÐ er virðingarvert!“ skrifaði Melissa, einkaþjálfari hennar, á Instagram.

Kim segir að sársaukinn vegna lífstykkisins hafi verið nánast óbærilegur. Hún þurfti að gera öndunaræfingar svo það myndi ekki líða yfir hana, svo þröngt var lífsstykkið.

„Ég hef aldrei fundið fyrir eins miklum sársauka í lífi mínu. Ég þarf að sýna þér myndir af mér eftir að ég tók það af – förin á bakinu mínu og maganum,“ segir Kim.

Hún svaraði einnig orðrómnum að hún hafi látið fjarlægja rifbeint til að komast í lífsstykkið: „Ég veit ekki einu sinni hvort það sé hægt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þess vegna á alls ekki að skilja börn ein eftir

Þess vegna á alls ekki að skilja börn ein eftir
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Besta fyrir og eftir mynd Margrétar Gnarr til þessa: „Ég trúi þessu ekki enn þá!“

Besta fyrir og eftir mynd Margrétar Gnarr til þessa: „Ég trúi þessu ekki enn þá!“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Guðný glímdi við lotugræðgi í áratug: „Ég kastaði upp á salernum hjá bensínstöðvum“

Guðný glímdi við lotugræðgi í áratug: „Ég kastaði upp á salernum hjá bensínstöðvum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.