fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er að opna sig um sársaukann sem hún upplifði á Met Gala fyrr á árinu.

Raunveruleikastjarnan segir frá því að lífstykkið sem hún klæddist á viðburðinn hafi orsakað versta sársauka sem hún hefur upplifað í lífi sínu.

Kim segir frá þessu í viðtali við WSJ Magazine.

Hún klæddist Thierry Mugler kjól á Met Gala og var í lífstykki undir kjólnum. Þrír fullorðnir menn reimuðu Kim í lífstykkið og var það svo þröngt að hún gat ekki sest niður. Sjáðu hvernig hún fór í lífstykkið í myndbandinu hér að neðan.

Kim Kardashian var líkamssmánuð eftir Met Gala og hraunaði einkaþjálfari hennar yfir gagnrýnendur.

„1. Þessi kjóll er með lífstykki EN 2. Kim æfir eins og brjálæðingur sex daga vikunnar, fjandinn hafi það. Hún vaknar fáránlega snemma og leggur sig alla fram. 3. Ég hjálpa henni en hún vinnur alla vinnuna! OG ÞAÐ SEM MEIRA MÁLI SKIPTIR: Mér er skítsama um álit ykkar á líkama hennar og hvort ykkur finnst hún gervileg eður ei. Ég hitti hana á hverjum morgni, ég horfi á hana þjálfa og ég sé hana svitna. Ég sé einnig allt sem hún gerir utan ræktarinnar og ÞAÐ er virðingarvert!“ skrifaði Melissa, einkaþjálfari hennar, á Instagram.

Kim segir að sársaukinn vegna lífstykkisins hafi verið nánast óbærilegur. Hún þurfti að gera öndunaræfingar svo það myndi ekki líða yfir hana, svo þröngt var lífsstykkið.

„Ég hef aldrei fundið fyrir eins miklum sársauka í lífi mínu. Ég þarf að sýna þér myndir af mér eftir að ég tók það af – förin á bakinu mínu og maganum,“ segir Kim.

Hún svaraði einnig orðrómnum að hún hafi látið fjarlægja rifbeint til að komast í lífsstykkið: „Ég veit ekki einu sinni hvort það sé hægt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.