fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Íslensk kona stígur fram og segir frá nauðgun sem hún varð fyrir sem barn: „Systir mín hringdi í lögregluna og þá tók við annað helvíti“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. júlí 2019 22:00

Mynd; Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona stígur fram og segir frá nauðgun sem hún varð fyrir þegar hún var barn. Hún sendi DV frásögnina og vil segja sögu sína nafnlaust.

TW: Frásögn af nauðgun og grófar lýsingar.

„Þegar ég var barn fór ég í vist til systur minnar, sem bjó þá í Vestmannaeyjum með manni og þremur börnum. Ég bjó þá á Akureyri.“ segir hún.

„Einn daginn nauðgar mágur minn mér. Systir mín var farin í vinnu og hann opnar inn í herbergi þar sem ég var sofandi og segist vera búinn að klæða börnin og koma þeim út svo ég geti sofið aðeins lengur. Ég umlaði eitthvað enda sofandi en næsta sem ég veit er að hann kemur inn í herbergið, stekkur á mig, rífur af mér fötin og nauðgar mér.

Það urðu þó nokkur átök og ég man að hann setti alltaf höndina fyrir munn og nef og herti svo að hálsi mínum. Ég man að ég vildi að hann myndi drepa mig, frekar en að takast ætlunarverk sitt. En það gekk ekki eftir. En þó leið yfir mig því það næsta sem ég veit er að hann er inni í mér og er að sleikja á mér brjóstin. Þá stirðnaði ég og hálf lamaðist, fraus bara og eins þegar hann var búinn að ljúka sér af, þá var ég frosin. Ég gat ekki grátið, var bara frosin. Hann fór svo út úr húsinu.“

Hún segir að henni hafi tekist að hringja í systur sína sem kom fljótlega, hins vegar var martröðinni hvergi lokið.

„Systir mín hringdi í lögregluna og þá tók við annað helvíti. Það var farið með mig niður á lögreglustöð og í yfirheyrslur og ég þurfti að endurtaka allt sem hafði gerst við feitan sveittan lögreglukall, orð sem ég hafði aldrei notað enda hafði ég verið hrein mey þegar nauðgunin átti sér stað. Síðan var farið með mig upp á sjúkrahús, og það fannst mér næstum eins og önnur nauðgun, var öll skoðuð að neðan sem mér fannst hræðilegt.“

Konan segir að hún muni hugsanlega segja frá eftirköstunum af nauðguninni seinna. „Hvernig ég breyttist úr rólegu og stilltu barni í að fara að drekka um hverjar helgar og hvernig þetta hefur litað öll mín samskipti við karlmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.