fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Birtir átakanlegar myndir af áverkum eftir heimilisofbeldi: „Börnin mín hefðu getað misst móður sína“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 8. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Hurley deilir átakanlegum myndum á Facebook. Á myndunum má sjá áverka á henni eftir hrottalegt ofbeldi barnsföður hennar. Hún ákvað að deila myndunum eftir að dómur gegn barnsföður hennar var kveðinn upp, en hún er ekki sátt við dóminn. Hún skrifar:

„Þetta er svo erfitt. Að deila því opinberlega hvað gerðist. En í dag sat ég í dómsal og heyrði hversu lengi barnsfaðir minn þarf að sitja inni fyrir að hafa beitt mig ofbeldi. Hann notaði þá afsökun að hann hefði drukkið of mikið áfengi, þó svo að það voru önnur skipti þar sem hann var edrú.

Hann var dæmdur til 21 mánaða fangelsisvistar. En vegna hvernig kerfið okkar virkar mun hann líklegast losna eftir sex mánuði og fyrir mig er það ekki nógu gott.

Ég er ekki að sækjast eftir vorkunn með þessari færslu. Mér finnst ég sterkari en ég hef nokkurn tímann verið. En ég mun ekki leyfa þessum manni að þagga niður í mér eina sekúndu í viðbót og ég gæti ekki fyrirgefið sjálfri mér ef hann gerir þetta við einhverja aðra. Hann á sér sögu og hefur ráðist á fyrrverandi kærustu.

Hann er ógeðslega stjórnsamur og eftir bara sex mánuði gæti hann verið gangandi göturnar í leit að sínu næsta fórnarlambi.

Ef þú ert með einhverjum sem er að stjórna þér, hræðir þig, reynir að stöðva þig í að eiga vini eða vinna. Ég veit að það er erfitt en FARÐU. Taktu börnin, skildu veraldlegu hlutina eftir. Í svo mörg skipti langaði mig að fara og segja einhverjum hvað væri í gangi. En ég átta mig á því núna að það er fullt af hjálp þarna úti. Segðu einhverjum frá. Börnin mín hefðu getað endað með að missa móður sína.

Dömur mínar og herrar, handaverk Mark Whiteside.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.