fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sex hlutir sem þú gætir misskilið sem ást

Ragnheiður Eiríksdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir segja að þú vitir það einfaldlega þegar það gerist, það muni ekki fara á milli mála. Það væri auðvitað fullkomið… en er ekki alveg svo einfalt.

Segjum að þig langi í samband, og að þú byrjir að hitta einhvern sem þér líst þokkalega á. Einhvern sem lyktar vel, og er ekki drepleiðinleg/ur. Þið farið á nokkur deit og það gengur vel… svo ferðu að spá í hvort þú sért kannski að vera ástfangin/n. Kannski ertu rosalega tilbúin/n í samband, og löngunin þar mikil að þú ferð að sannfæra þig um að ástin sé að grípa þig. Kannski ertu hrifin/n af manneskjunni, eða bara hrifin/n af hugmyndinni um ykkur sem par. Þessa hrifningu gætir þú misskilið sem ást.

Hér eru nokkur atriði sem gætu verið að rugla þig…

1. Afbrýðisemi

Þetta er erfið tilfinning, sérstaklega ef hún grípur okkur án þess að við höfum stjórn á einu eða neinu. Kannski var þér alveg sama um einhvern sem þú hættir að deita, þar til viðkomandi fór að hitta einhvern annan. Þú ferð að sakna og ímynda þér að það hafi verið vitleysa að halda ekki áfram. Þetta er að öllum líkindum ekki ást, heldur afbrýðisemi. Tilfinningin getur verið svo sterk, að þú virkilega heldur að hún merki að þú elskir hann/hana. Það er afskaplega mannlegt að þrá það sem við getum ekki fengið… sérstaklega það sem við höfðum kannski í eina tíð. Ef þú finnur fyrir því þrá gagnvart einhverjum sem er ekki lengur þinn/þín – prófaðu þá að skoða hvernig þér leið gagnvart viðkomandi þegar þú varst nær honum/henni. Kannski færðu svarið þá!

2. Losti

Oh, þessi geggjaða tilfinning, sem fær þig til að vilja rífa einhvern úr fötunum í forstofunni og hefja hömlulaus kynmök. Losti og ást fara þó alls ekki alltaf saman. Þú getur vissulega upplifað sláandi kynferðislegan samhljóm með einhverjum – en það þýðir ekki að þú sért ástfangin/n. Ef þetta er eina sviðið sem þið virkilega náið saman á, dugar það ekki fyrir samband. Að vera ástfangin/n er nefnilega ekki það sama og að vera lostfangin/n.

3. Hrifning

Mörkin á milli hrifningar og ástar eru loðin og óskýr. Þess vegna er þetta kannski sú tilfinning sem auðveldast er að rugla saman við ást. Munurinn liggur kannski í hraðanum – þegar þú verður hrifin/n af einhverjum færðu viðkomandi á heilann á ógnarhraða og finnst þú hafa fundið hið fullkomna eintak af mannveru. Við vitum að allt er hjúpað rósrauðum bjarma í upphafi sambands – áður en þið byrjið að prumpa fyrir framan hvort annað og áður en fyrsta rifrildið á sér stað. Ef þú upplifir ofursælu á hraða ljóssins gæti verið tími til að staldra við og íhuga hvort þú sért einfaldlega með netta þráhyggju…

4. Draumórar

Kannski er aðilinn sem þú varst skotin/n í í menntó allt í einu farin/n að ganga með grasið í skónum á eftir þér. Þú ert að sjálfsögðu upp með þér, enda eyddir þú menntaskólaárunum í draumóra um ykkur tvö, hamingjusöm til æviloka. Það gæti samt verið að myndin sem þú bjóst þér til af viðkomandi sé ekki allskostar rétt – og þú gætir haft fullkomlega óraunhæfar væntingar gagnvart honum/henni. En draumórar eru sykursætir og lokkandi… og þú gætir ruglað þeim saman við ást!  Notaðu órana í kynlífinu… en reyndu frekar að beita smá raunsæi utan svefnherbergisins.

5. Öryggiskennd

Þetta er kannski helsta ástæðan fyrir því að margir þrá að byrja aftur með fyrrverandi. Við þráum eitthvað kunnuglegt, gamalt og gott, farið sem við pössum í eins og flís við rass – jafnvel þó að ýmislegt hafi verið að. Einvera krefst hugrekkis fyrir þann sem er búinn að lifa lengi sem hluti af heild. Ef ert einn af þeim sem hræðist einveru ertu líklegri til að rugla svona tilfinningum saman við ást. Þrá þín eftir öryggi og því kunnuglega fer að hljóma eins og ást í þínum eyrum.

6. Leiði

Þetta hljómar kannski fáránlega – en gerist þó. Ef líf þitt er í lægð, ekkert spennandi að gerast, og þú þráir tilbreytingu – gætir þú brugðið til þess ráðs að ýkja tilfinningar og rómantík, bara til að krydda tilveruna aðeins. Þú byrjar kannski að deita einhvern miðlung en sannfærir þig um að þarna sé stóra ástin fundin. Ef þig grunar að þetta gæti verið málið – hægðu þá aðeins á þér og reyndu að komast að hinu sanna um tilfinningar þínar gagnvrat viðkomandi.

Byggt á Bustle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.