fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Sér eftir nafni sonar síns: „Bara ekki segja konunni minni það“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 14:00

Sonurinn er ekki heldur ánægður með nafnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi grein birtist fyrst á ScaryMommy.com og er hér lauslega þýdd fyrir lesendur:

Ég hata ekki nafn sonar míns, en veistu hvað? Ég elska það ekki heldur.

Ekki fornafnið hans, það er í lagi. Fornafnið hans er Tristan, sem fyrir ellefu árum síðan virtist vera töff og öðruvísi nafn sem myndi vekja athygli. En í dag er það mjög algengt. (Ég verð að viðurkenna að það er góð tilfinning að vera trendsetter).

En það er miðjunafn hans sem ég sé eftir. Af hverju?

Því miðjunafn hans er Flip.

Ég veit að sum ykkar sem lesið þetta eruð að ranghvolfa augunum ykkar og hugsa um mikið verri nöfn sem þið hafið heyrt í gegnum árin. Og já vissulega hef ég heyrt verri nöfn. Ég var í framhaldsskóla með strák sem heitir Larry Moe. Ég er ekki að djóka. Á hverju skólaári myndi nýr kennari lesa upp nöfnin og í nánast hvert einasta skipti, spyrja hann hvar Curly var.

Hann gretti sig og síðan var eldur í augum hans, og við vorum öll 60 prósent viss um að við myndum lesa það í fréttunum að hann hafi kveikt í húsi foreldra sinna til að hefna sín fyrir nafnið.

En Flip? Tja, það er ekki svo slæmt. En vandamálið er að þegar ég nefndi hann þá var ég mikið yngri. Ég var 24 ára, ég er 36 ára í dag. Á þeim tíma fannst mér Flip vera töff og frumlegt nafn sem myndi gera hann svo vinsælan og kúl. Ég man að ég óskaði þess að nafnið mitt væri Flip.

Ég vildi að það yrði fornafnið hans! Ég reifst við konuna mína varðandi það, og móður mína og systur mína og í raun við alla þá sem voru ekki hrifnir af nafninu.

Þegar þú giftir þig þá þarftu að ákveðja hvaða slag þú ætlar að taka. Ég valdi þennan. Ég var harðákveðinn og að lokum fékk ég mínu framgengt. Við komumst að samkomulagi og Flip varð miðjunafn hans. Ég var svo öruggur að hann myndi vilja láta kalla sig miðjunafninu sínu því það var svo töff. Enginn myndi vita að það væri ekki fornafnið hans.

En nú, næstum tólf árum seinna, þá gerir hann það ekki. Hann felur það.

Ég veit að margir fela miðjunafnið sitt. Miðjunafnið mitt er Ronald og ég vildi ekki vera tengdur við trúðinn Ronald McDonald þegar ég var unglingur.

Í hvert skipti sem við förum til læknis eða þurfum að fara með einhver gögn, les manneskjan gögnin og stoppar, grettir sig smá og segir: „Flip?“ Svo horfir manneskjan á mig skringilega, eins og hvernig er horft á foreldra sem nota bílstóla vitlaust. Ég horfi síðan á son minn og hann er eins og Larry Moe til augnanna. Ég óttast þá skyndilega að sonur minn muni kveikja í húsinu mínu vegna nafn síns.

Nei ókei ég er kannski aðeins að ýkja. En það sem gerist er að hann horfir niður og það er eins og hann skammist sín fyrir miðjunafnið sitt.

Og það er vandamálið við að nefna barnið þitt. Það er stórt mál. Ég gaf syni mínum nafn sem ég hélt að myndi vekja athygli og vera töff. En ég hugsaði ekki að kannski myndi hann ekki vilja vekja athygli fyrir nafn sitt.

Ég er örugglega ekki eina manneskjan sem sér eftir nafni barnsins síns. Ég hitti einu sinni barn sem hét Pantera. Ég klóraði mér í hausnum yfir því.

Svo getur verið að þú hafir nefnt barnið þitt eftir einhverjum sem særði þig síðan og skyndilega í hvert skipti sem þú kallar á barnið þitt þá ertu minntur á manneskjuna sem særði þig.

Eftir á að hyggja vildi ég óska þess að ég hafi skýrt son minn einhverju öðru, einhverju sem væri ekki svona öðruvísi. Kannski mun hann breyta því sjálfur einn daginn, ég veit það ekki.

Oftast tekur hann ekki eftir miðjunafni sínu og notar það lítið. En þegar nafnið kemur upp, þá sé ég eftir því.

Bara ekki segja konunni minni það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.