fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Khloé Kardashian bregst við viðtali Jordyn Woods: „Ég er allt í einu núna að fá morðhótanir“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 1. júlí 2019 11:30

Jordyn Woods og Khloé Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að vera svakalegt að fylgjast með framhjáhaldsskandall Tristan Thompson og Jordyn Woods í nýjustu þáttaröðinni af Keeping Up With The Kardashian.

Það eru komnir um fjórir mánuðir síðan fyrrverandi kærasti og barnsfaðir Khloé Kardashian, Tristan Thompson, hélt fram hjá henni með Jordyn Woods. Jordyn var fjölskylduvinur Kardashian-Jenner fjölskyldunnar og besta vinkona Kylie Jenner.

Þó svo að það eru fjórir mánuðir síðan framhjáhaldið átti sér stað erum við að fá að fylgjast með afleiðingum þess í Keeping Up With The Kardashians.

Í síðustu þáttum höfum við fengið að sjá viðbrögð Khloé, Kylie og fleiri fjölskyldumeðlima við framhjáhaldinu.

Sjá einnig: Khloé Kardashian brotnar niður vegna framhjáhaldsskandalsins: „Þessar mellur mega fokka sér!“

Í byrjun mars fór Jordyn Woods í Red Table Talk með Jada Pinkett Smith til að ræða um framhjáhaldið.

Í viðtalinu sagði Jordyn að ekkert hafi gerst á milli hennar og Tristan nema að hann hafi kysst hana þegar þau voru að kveðjast.

„Hann kyssti mig á leiðinni út,“ sagði hún og bætti við að það hafi ekki verið „nein ástríða, ekki neitt. Hann bara kyssti mig. Þetta var koss á varirnar, en þetta var ekki tungukoss. Við fórum ekki í sleik,“ sagði hún.

„Ekkert. En mér finnst hann ekki hafa gert neitt rangt því ég kom mér í þessa aðstöðu. Og þegar að áfengi er við hönd gerir fólk heimskulega hluti og lætur augnablikið bera sig ofurliði.“

Sjá einnig: Jordyn Woods opnar sig um framhjáhaldið: „Ég er ekki hjónadjöfull“

Viðburðaríkur lokaþáttur

Í gær fór lokaþáttur 16. seríu af Keeping Up With The Kardashian í loftið og fengum við að fylgjast með Khloé bregðast við viðtalinu við Jordyn Woods.

Það er óhætt að segja að Khloé var ósátt við viðtalið:

„Ég talaði við þig um fyrsta skiptið sem Tristan hélt fram hjá mér. Ég treysti þér,“ segir Khloé.

„Minn heimur er að farast og á meðan er Jordyn í viðtali um það? Hver í fjandanum heldurðu að þú sért?“

Khloé tók einnig til Twitter og tjáði sig um viðtalið. Hún var harðlega gagnrýnd fyrir að kenna Jordyn alfarið um að fjölskylda sín væri ónýt.

„Ég er allt í einu núna að fá morðhótanir, það er verið að hóta barninu mínu og alls konar aðrir klikkaðir hlutir. Ég hef aldrei upplifað eitthvað svona að einhverjir tveir gera þér eitthvað rangt en síðan er þessu snúið yfir á þig,“ segir Khloé í þættinum.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.