fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Segir Kylie Jenner hafa talað um „hversu rík hún væri“ á Met Gala – Hún svarar fyrir sig

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 26. júní 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner vill hafa hlutina á hreinu. Fyrrverandi hafnaboltakappinn Alexander Rodriquez, eða A-Rod, eins og hann er betur þekktur, var í viðtali við Sports Illustrated á dögunum. Hann sagði frá upplifun sinni af Met Gala fyrr á árinu, þar á meðal einkasamtali sínu við Kylie Jenner.

A-Rod fór með unnustu sinni og stórstjörnunni Jennifer Lopez á Met Gala. Hann rifjar upp viðburðinn og með hverjum parið var með á borði þetta kvöld:

„Við vorum á frábæru borði,“ sagði A-Rod. Á borðinu voru meðal annars Kylie og Kenall Jenner, Donnatella Versace og Idris Elba.

„Við vorum með Kylie og Kendall. Og við vorum með asískan herramann úr Rich Asians, aðalleikarann,“ sagði hann. „Kylie var að tala um Instagram og varalitinn sinn og hversu rík hún er.“

Áhugavert samtal, en það er ekki það sem gerðist samkvæmt Kylie.

Hún segir að samtalið þeirra tveggja hafi verið mestmegnis um Game of Thrones.

„Umm nei ég gerði það ekki. Við töluðum bara um Game of Thrones,“ skrifaði raunveruleikastjarnan á Twitter eftir að ummæli A-Rod vöktu mikla athygli vestanhafs.

A-Rod svaraði Kylie á Twitter: „OMG það er rétt. Það var ég sem talaði um þig og snyrtivörulínuna þína og hversu mikið stelpurnar mínar elska þig.“

Þá höfum við það.

Ekki er vitað af hverju A-Rod fór með rangt mál varðandi það sem Kylie sagði, hann hefur ekkert skýrt frá því nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.