fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Óskar eftir hjálp við að eignast íslenskt barn – „Hættu með þessa hvítu þjóðernishyggju“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook-hópnum Iceland Q&A birtir Elizabeth nokkur færslu sem vakið hefur töluverða athygli. Þar spyr hún hvort einhver geti leiðbeint henni við að finna íslenskan sæðisgjafa eða hvort mögulegt sé að ættleiða barn frá Íslandi.

„Hæ, ég er mjög stressuð vegna þessarar spurningar og ég gæti eytt henni seinna meir.

Ísland er eitt af ástunum í lífi mínu. Svo vill til að einhvern daginn langar mig að eignast barn, en ég á ekki maka. Ég hef hugsað mér að fá annað hvort íslenskan sæðisgjafa, eða þá að ættleiða barn frá Íslandi. Ég er amerísk.

Burtséð frá vandamálum varðandi einstæða foreldra eða ættleiðingu, hefur einhver gert eitthvað af þessu sem Ameríkani eða einhver frá öðru landi? Ég spyr mig jafnvel hvort þetta sé mögulegt.“

Margir hafa látið skoðun sína í ljós varðandi fyrirspurn Elizabeth í athugasemdakerfinu, en hún fær vægast sagt bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. Kona sem skrifar athugasemd reynir að beina Elizabeth í rétta átt en segir að ýmis lög og ýmsar reglur gildi um ættleiðingar á Íslandi. Ein athugasemdin kemur frá manni sem vill meina að Elizabeth sé hvítur þjóðernissinni.

„Hvers vegna bara íslenskt, hví ekki frá einhverju öðru landi? Hættu með þessa hvítu þjóðernishyggju. Ef þú vilt ættleiða þá eru milljónir krakka bíðandi þess að vera ættleiddir frá öllum heimshornum líkt og Afríku og Asíu. Börn sem þarfnast móður, en það sem þú biður um gengur ekki upp frá mínu sjónarhorni, með fullri virðingu.“

Maðurinn fékk nokkur svör við ræðu sinni, en sumir bregðast heldur harkalega við.

„Hver ert þú að ákveða þetta? Ef hún vill hvítt barn þá er það hennar val! Hefur ekkert að gera með hvíta þjóðernishyggju! Það er frekar rasískt að segja það. En hey… við hvíta fólkið erum rasistarnir, ekki satt!“

„Að kalla hana hvítan þjóðernissinna fyrir að vilja barn frá norrænu landi er eins og að kalla þig fokking hryðjuverkamann því þú ert arabi.

Þá bendir einn á að líklega væri best að panta sér ferð til Íslands og ná í Tinder-appið. Íslendingar ættu það til að nálgast kynferðisleg málefni með býsna opnum hug. Annar bendir á að íslenskar konur í leit að sæðisgjafa hafi gert það í gegnum Danmörku eða Svíþjóð með góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.