fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Ég er ólétt eftir fyrrverandi kærasta og maðurinn minn veit það ekki – Hvað á ég að gera?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. júní 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stundaði kynlíf með fyrrverandi kærasta mínum í fyrsta skipti í rúm tíu ár. Það var algjörlega æðislegt og nú er ég ólétt eftir hann, en aumingja maðurinn minn veit það ekki ennþá.“

Þetta segir 29 ára kona sem leitaði til Deidre Sanders, sambandsráðgjafa breska blaðsins The Sun. Konan er gift 32 ára karlmanni sem starfar sem verkfræðingur. Vinnu sinnar vegna þarf hann að dvelja erlendis nokkrar vikur í senn og það var einmitt þegar eiginmaðurinn var erlendis að konan hitti fyrrverandi kærasta sinn.

„Maðurinn minn er myndarlegur og skemmtilegur, en það er ekki eins skemmtilegt þegar hann fer til Sádi-Arabíu og dvelur þar. Þegar hann kemur heim er hann mikið með vinum sínum og virðist ekki gefa sér mikinn tíma fyrir mig,“ segir konan.

Hún bætir því við að hún hafi fengið vinabeiðni á Facebook í fyrra frá fyrrverandi kærasta sínum. Þau voru saman á unglingsárunum og sambandið gekk vel, að hennar sögn. „Við hættum saman þegar ég var 19 ára þar sem mér fannst ég of ung til að binda mig,“ segir hún og bætir við að kærastinn fyrrverandi hafi síðar kvænst annarri konu og þau farið hvort sína leið. Hún flutti til Lundúna þar sem hún kynntist núverandi eiginmanni sínum – draumaprinsinum að hún taldi.

„Við fórum saman til New York þar sem hann fór á skeljarnar og bað mín. Hversu rómantískt er það? Vinkonur mínar segja að ég hafi verið heppin en sannleikurinn er sá að undanfarin ár hef ég verið einmana. Ég hef beðið hann að fá sér vinnu heima en talað fyrir daufum eyrum. Og þegar fyrrverandi kærastinn setti sig í samband við mig vildi ég endilega hitta hann,“ segir hún en þá var hann skilinn við eiginkonu sína.

„Við áttum í ótrúlegu sambandi í sex vikur meðan maðurinn minn var erlendis. Ég er núna ólétt og satt að segja mjög ánægð með það. Við erum farin að skipuleggja framtíð saman. En akkúrat þá er maðurinn minn farinn að hringja og segjast vilja hætta að vinna erlendis og fara að huga að því að eignast börn með mér. Ég vil ekki særa hann. Hvað á ég að gera?“

Deidre svarar þessari erfiðu spurningu eftir bestu getu en óhætt er að segja að í svona aðstæðum sé ekki til nein ein auðveld leið.

„Hugsanlega hefur hann skynjað breytingu á þér – kannski því þú ert hætt að þrýsta á hann að koma heim? Ef þetta væri einfalt val milli hans og fyrrverandi kærastans þá myndi ég hvetja þig til að gefa eiginmanni þínum annað tækifæri. Þú ert í hjónabandi með honum og hann hefur lagt mikið á sig fyrir ykkur. En það hljómar þannig að hann hafi valið að gera það sem hentar honum. Þú þarft nú að leiða hugann að þremur einstaklingum; eiginmanni þínum, fyrrverandi kærasta og barninu sem þú berð undir belti. Í mínum huga er það barnið sem skiptir mestu máli; það á skilið að vera alið upp og elskað af móður sinni og föður,“ segir Deidre sem hvetur konuna til að fylgja hjartanu. Hugsanlega sé það rétta í stöðunni að hefja nýtt líf með fyrrverandi kærastanum og barninu sem þau eiga von á saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.