fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Gerður í Blush lætur gott af sér leiða – hjálpar til við að bjarga konum úr kynlífsþrælkun

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 22. júní 2019 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og verslunareigandinn Gerður Huld Arinbjarnadóttir er um þessar mundir stödd á flakki um heiminn ásamt kærasta sínum Jakobi Fannari Hansen. Parið hefur í dágóðan tíma heillast af markþjálfanum Tony Robbins og hafa þau setið nokkur námskeið hjá honum víðsvegar um heiminn.

Gerður og Jakob ferðast um þessar mundir saman um heiminn

Á dögunum fékk parið boð um að mæta í viðburð í Amsterdam sem einungis hundrað manns á vegum Tony Robbins fengu boð í.

Viðburðurinn var haldinn til styrktar samtökunum „Free a Girl“ sem var stofnað árið 2008 með það að markmiði að frelsa ungar stúlkur sem hafa verið hnepptar í kynferðislegt þrælahald.

„Þetta er sem sagt viðburður sem er haldinn fyrir platínummeðlimi hjá Tony Robbins. Hundrað manns var boðið að mæta og fengum við tækifæri til þess að styrkja þetta málefni og hjálpa til við að bjarga konum úr kynlífsþrælkun. Það kostar þúsund dollara að bjarga einni konu og sjá henni fyrir menntun til þess að geta hafið nýtt líf,“ segir Gerður í samtali við blaðamann.

Samkvæmt gengi eru þúsund dollarar tæplega 125 þúsund krónur. Markmið samtakananna er að opna augu fólks fyrir því hversu algeng kynlífsþrælkun barna er, bjarga þeim úr erfiðum aðstæðum og sjá þeim fyrir menntun og almennilegum lífsgæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.