fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Unga fólkið fækkar baðferðum – Ástæðan gæti komið á óvart

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort ferðu frekar í bað eða sturtu? Um þetta eru skiptar skoðanir eins og margt annað en svo virðist vera sem sífellt fleiri kjósi að fara í sturtu en bað. Þetta er að minnsta kosti raunin hjá breskum ungmennum samkvæmt nýrri könnun sem gerð var meðal ungmenna.

Í frétt Mirror kemur fram að ástæðan fyrir þessu sé í raun einföld en gæti þó komið einhverjum á óvart. Ungmenni virðast betur meðvituð en áður um afleiðingar loftslagsbreytinga og raunar eru loftslagsbreytingar og loftmengun í efsta sæti yfir þau atriði sem ungmenni á aldrinum 11 til 16 ára í Bretlandi hafa mestar áhyggjur af.

Hafa 87 prósent ungmenna sem svöruðu könnun National Citizen Service gert einhverskonar breytingar hjá sér og þannig lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Eitt af því algengasta sem ungmenni hafa gert er að hætta að fara í bað og fara frekar í sturtu í stutta stund.

Flestir hafa þó minnkað notkun á plasti; til dæmis plastpokum og plaströrum. Þá virðast sífellt fleiri vera að minnka kjötneyslu sína, eða 16 prósent þeirra sem höfðu gert breytingar á lífsstíl sínum. Það eru þó til fleiri leiðir til að takmarka skaðann; sumir eru betur meðvitaðir um að slökkva á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun (15%), aðrir kaupa frekar dýrari og vandaðri flíkur en ódýrari og lélegri föt (10%) á meðan enn aðrir eru farnir að minnka neyslu á mjólkurvörum (9%).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.