fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

10 heillandi staðir sem þú verður að sjá áður en þeir hverfa

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. júní 2019 12:30

Seychelles eyjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á jörðinni má finna fjölmarga ótrúlega fallega og heillandi staði. Því miður eru sumir þessara staða í hættu af ástæðum sem í flestum tilfellum má rekja til mannskepnunnar. Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur í júní, en dagurinn er helgaður fræðslu um umhverfismál. Af því tilefni tók vefritið Business Insider saman lista yfir fallega staði, sem, því miður, eiga á hættu að hverfa eða eyðileggjast.

Kínamúrinn

Það kemur kannski einhverjum á óvart að Kínamúrinn sé á þessum lista. Staðreyndin er sú að ágangur ferðamanna, veðrun, rof og eyðing á undanförnum árum hefur gert það að verkum að Kínamúrinn er í hættu ef ekkert verður að gert. Þá hafa fjölmargir tekið steina úr múrnum, annað hvort til að eiga sem minjagripi eða til að nota sem byggingarefni. Talið er að tveir þriðju hlutar Kínamúrsins liggi undir skemmdum.

Heimild: Guardian

Dauðahafið

Dauðahaf, eða Saltstjór, eins og það heitir er einstakt að því leytinu til að það stendur á lægsta sýnilega punkti á yfirborði jarðar, eða 417 metra undir sjávarmáli. Hafið liggur á landamærum Ísraels, Vesturbakkans og Jórdaníu. Það hefur ekkert afrennsli sem þýðir að það sem rennur í það gufar upp – og það er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum. Ef fer sem horfir og notkun vatns úr ánni Jórdan, sem Dauðahaf dregur vatn sitt frá, geti farið svo að hafið hverfi á næstu áratugum.

Heimild: BBC

Denali-þjóðgarðurinn

Denali-þjóðgarðurinn er einn sá fallegasti í Alaska, hann er ógnarstór og í honum má meðal annars finna McKinley-fjall sem er hæsta fjall Norður-Ameríku. Hækkandi hitastig á jörðinni hefur leitt til bráðnunar jökla í þjóðgarðinum eins og annars staðar. Fjölskrúðugu dýralífi í garðinum stafar einnig hætta af gróðurhúsaáhrifum.

Heimild: The Weather Channel

Kóralrifið mikla

Kóralrifið mikla, eða The Great Barrier Rief, er stærsta kóralrif heims, en það er í Kóralhafi undan austurströnd Ástralíu. Hækkandi yfirborð sjávar og súrnun sjávar hefur haft neikvæð áhrif á kóralrifið sem fullyrt hefur verið að sjáist úr geimnum. Í nýlegri rannsókn ARC Cendre of Excellence for Coral Reed Studies var niðurstaðan sú að 93 prósent af kóralrifinu liggi undir skemmdum.

Heimild: CNN

Seychelles-eyjar

Seychelles-eyjar í Indlandshafi hafa verið nokkuð í fréttum hér á landi upp á síðkastið. Eyjarnar eru algjör paradís á jörðu og vinsæll áfangastaðir þeirra sem vilja upplifa eitthvað sérstakt. Strandrof (e. beach erosion) hefur gert það að verkum að eyjarnar minnka með árunum. Verði ekkert að gert endar það bara á einn veg.

Heimild: Coastalcare.org

Jöklarnir í Ölpunum

Alparnir, eða Alpafjöll, eru 1.200 kílómetra fjallgarður í Evrópu og eitt vinsælasta útivistarsvæði álfunnar. Alparnir standa nokkuð lægra en aðrir fjallgarðar í heiminum sem gerir það að verkum að þeim er frekar hætta búin af loftslagsbreytingum. Talið er að Alparnir tapi sem nemur þremur prósentum af jöklum sínum á hverju einasta ári sem þýðir að þeir gætu horfið fyrir fullt og allt fyrir árið 2050.

Heimild: National Geographic

Miklagljúfur

Einhverjum kemur kannski á óvart að Miklagljúfur, sem að stærstum hluta er í Miklagljúfursþjóðgarðinum í Arizona í Bandaríkjunum, skuli vera á listanum. Ástæða þess að gljúfrið er á listanum er sú að þar eru fyrirhugaðar námuframkvæmdir vegna þess að í gljúfrinu má finna talsvert magn af úraníum. Þá er ásókn ferðamanna í gljúfrið gríðarlega mikið og uppbygging nauðsynleg til að anna eftirspurn.

Heimild: National Trust for Historic Preservation

Feneyjar

Feneyjar eru á listanum enda stafar þeim sívaxandi hætta á flóðum og landsigi. Á undanförnum árum hafa mikil flóð sett strik í reikninginn hjá íbúum Feneyja sem telja um 260 þúsund íbúa. Íbúum borgarinnar hefur farið fækkandi undanfarna áratugi.

Heimild: The Guardian

Maldíveyjar

Eyríkið Maldíveyjar í Indlandshafi er heillandi og vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna. Maldíveyjum stafar mikil hætta af hækkandi yfirborði sjávar og er jafnvel óttast að eyjarnar fari í kaf og verði næsta óíbúðarhæfar á þessari öld. Um áttatíu prósent af yfirborði eyjanna stendur í innan við eins metra hæð yfir sjávarmáli. Því er ljóst að ekki má mikið út af bregða.

Heimild: BBC

Amazon-regnskógurinn

Amazon-regnskógurinn í Suður-Ameríku er þekktur fyrir fjölbreytilegt dýralíf enda stærsti regnskógur heims. En hann er einnig þekktur fyrir ólöglegt skógarhögg enda ásókn í land til landbúnaðar mikil í álfunni. Skógurinn hefur minnkað mikið á undanförnum áratugum og honum er mikil hætta búin. Ef fer sem horfir verður Amazon-regnskógurinn ekki svipur hjá sjón innan fárra áratuga.

Heimild: National Geographic

 Birtist fyrst í DV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.