fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Alexandra birtir mynd af brúðarkjólnum – Verðið hleypur á milljónum króna – Sjáið myndina

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. júní 2019 11:44

Alexandra og Gylfi - nýbökuð hjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Helga birti rétt í þessu mynd á Instagram af brúðarkjólnum sem hún klæddist þegar hún játaðist sínum heittelskaða, knattspyrnukappanum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu helgi.

Kjóllinn var sérsaumaður á Alexöndru og kemur úr smiðju tískuhússins Galia Lahav, sem stofnað var af ísraelska fatahönnuðinum Galia Lahav árið 1984 í Tel Aviv.

Galia Lahav er hvað þekktust fyrir gala- og brúðarkjóla og hafa kjólar hennar prýtt síður allra þekktustu tískutímarita heims. Þá klæddist söngkonan Beyoncé sérsaumuðum kjól frá Galia Lahav þegar hún endurnýjaði heit sín við eiginmanninn, Jay-Z.

Það er vægt til orða tekið að segja að Alexandra hafi geislað á brúðkaupsdaginn og er hún í skýjunum með kjólinn, eins og hún segir frá á Instagram.

„Draumakjóllinn minn, nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann á allan hátt. Ég elskaði hvert smáatriði og naut hverrar sekúndu í þessum kjól,“ skrifar Alexandra.

Algengt verð á brúðarkjólum frá Galia Lahav er um tvær milljónir króna, en þá er um að ræða kjóla beint af rekkanum, ekki sérsaumaða eins og í tilfelli Alexöndru. Þá er hægt að festa kaup á notuðum Galia Lahav brúðarkjólum á netinu, en verð á þeim nokkrum fer yfir eina milljón króna. Því má leiða að því líkur að kjóll Alexöndru hafi farið talsvert yfir tvær milljónir króna, jafnvel teygt sig yfir átta stafa töluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.