fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Þess vegna hætti Irina Shayk með Bradley Cooper

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 18. júní 2019 12:54

Bradley og Irina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis á dögunum að leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Irina Shayk væru hætt saman vöktu mikla athygli. Sumir töldu að ákvörðunin hefði eitthvað með það að gera að Cooper og Lady Gaga, sem léku saman í myndinni A Star Is Born, væru farin að draga sig saman.

Raunin er þó önnur ef marka má heimildarmann Entertainment Tonight. Vefmiðillinn sagði að það hefði verið Irina sem ákvað að láta gott heita, en ekki Bradley Cooper eins og margir töldu.

Heimildarmaðurinn segir að Irina hafi talið að samband hennar og Cooper væri komið á endastöð, meðal annars vegna þess að Cooper virtist ekki tilbúinn til að „skuldbinda sig“ eins og það var orðað. Bradley Cooper og Irina Shayk eru bæði staðföst og með bein í nefinu. Segir heimildarmaðurinn að þau hafi oft verið ósammála og oft rifist.

„Þau eru mjög ólíkir einstaklingar og um leið og þau áttuðu sig á því að það var barnið sem hélt þeim saman ákváðu þau að láta gott heita,“ segir heimildarmaðurinn en Irina mun þó hafa átt frumkvæðið. Þau eignuðust dótturina Lea De Seine Shayk Cooper saman fyrir tveimur árum.

Ef marka má fréttir Entertainment Tonight lá skilnaðurinn í loftinu í þó nokkurn tíma. Þau voru nálægt því að skilja um það leyti sem A Star Is Born kom út en biðu og ákváðu að freista þess að lagfæra sambandið þegar kynningarherferð vegna myndarinnar var yfirstaðin. Það gekk þó ekki eins og greint var frá á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.