fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 17. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars árið 2014 fór ég á fyrirlestur hjá sálfræðingi. Þessi fyrirlestur breytti heilmiklu fyrir mig. Þegar ég kom heim af þessum fyrirlestri var ég bæði glöð og sorgmædd. Ég settist fyrir framan tölvuna og skrifaði niður allt það sem kom upp í kollinum á mér. Mér fannst ég þurfti svo innilega að tala um þetta við einhvern en var ekki tilbúin að segja neinum frá þessu. Seinna um kvöldið sagði ég manninum mínum hvað væri að angra mig og var búið að vera angra mig og gera mér lífið erfitt nánast alla tíð.

Hér er bréfið sem ég skrifaði sjálfri mér kvöld eitt í mars á síðasta ári:

Ég er í smá tilfinningalegu uppnámi. Málið er þannig að ég er nýkomin heim af fyrirlestri hjá sálfræðingi um sjálfstyrkingu og þessi frábæri sálfræðingur var með marga góða punkta. Hann kenndi mér margt í kvöld; meðal annars talaði hann um þegar við lendum í aðstæðum þar sem við verðum kvíðin, óörugg og þess háttar og fór mjög djúpt í þetta. Hann sagði að svona hræðsla sem við náum ekki að komast yfir stafar oftast af einhverju sem við lentum í eða upplifðum í æsku.

Ég var djúpt sokkin í að hlusta á hann og lifði mig inn í allt sem hann var að segja. Ég er einmitt að fást við mjög mikinn kvíða og þunglyndi, er með svakalega lélegt sjálfsálit og svakalega mikla þráhyggju. Mig hafði aldrei grunað þetta, ég hafði aldrei hugsað almennilega út í það, en ég var að fatta það á þessum fyrirlestir að ég var nánast alla mína barnæsku lögð í einelti.

Það hreinlega kviknuðu bara eitthver ljós í höfðinu á mér í kvöld þegar ég var að hlusta á hann. Ég hef oft hlustað á umræður um einelti og mér finnst það ógeðlegt. Ég hef hreinlega bara aldrei hugsað til þess að ég sjálf lenti í því, enda var eingin umræða um einelti þegar ég var barn. Ég hef ekki getað hugsað um annað síðan ég kom heim og er hreinlega í rusli.

Ég hef alltaf upplifað mig pínu öðruvísi enn aðra í kringum mig. Ég var pínu öðruvísi unglingur; feimin og lokuð, átti fáa sem enga vini, átti erfitt með að tengjast fólki og lifði svona frekar einmanalegu lífi. Þetta hefur sem sagt haft gríðarleg áhrif á mitt líf.

Ef ætti að lýsa því hvernig ég upplifi sjálfa mig, þá er það þannig að mér finnst ég vera föst inní einhverri kúlu, ég er yfirfull af hræðslu við nánast allt. Ég á erfitt með að vera ein heima hjá mér á kvöldin og ég get alls ekki verið ein heima á nóttunni. Ég er alltaf óörugg þegar ég vakna á nóttunni, fer að ímynda mér allt það versta. Ég ímynda mér ef eitthver mundi hringja bjöllunni; eitthver glæpamaður myndi brjótast inn og meiða mig, börnin mín, manninn minn…

Ég er hrædd þegar ég fer út í göngutúr og mæti manni á miðri leið. Þá fyllist ég ótta um að þessi maður sé að fara gera mér eitthvað, meiða mig eða eitthvað. Ef ég sit inni í stofu og heyri bíl koma fyrir utan þá þarf ég alltaf að kíkja út og athuga hvort einhver vondur sé að koma. Ég hræðist pínu að fara til útlanda og fara í flugvél. Ég hræðist það að taka lyf og hef átt það til að taka ekki lyf sem læknir hefur beðið mig að taka.

Ég er hrædd um eigið líf og heilsu – já, ég lifi í svakalegri hræðslu og ótta. Mér finnst ég vera að brotna niður undan þessu öllu. Ég get ekki lifað svona áfram, endalaust hrædd. Mér finnst ég ekki vera að njóta lífsins. Ég sem á þennan yndislega mann og þessar yndislegu heilbrigðu dætur. Hvernig er hægt að biðja um meira?

Ég er mjög óánægð með sjálfa mig, ég vil ekki vera eins og ég er, ég hata skapgerð mína, ég hata hvernig manneskja ég er. Ég vil vera öðruvísi. Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna.

Mér finnst fólk í kringum mig ekki fíla mig. Mér finnst eins og fjölskyldu kærasta míns líki ekki við mig. Að þeim finnist ég eitthvað öðruvísi; ekki nógu góð eða nógu flott eða nógu vel gefin. Ef ég fer í Kringluna og er í margmenni þá finnst mér allir flottari enn ég.

Afhverju er það? Er það kannski út af því að ég var lögð í einelti sem barn og náði aldrei að vinna mig upp úr því, eða hef kannski aldrei viljað horfast í augu við það að hafa verið lögð í einelti?

Ég man fyrst eftir að hafa verið lögð í smá einelti þegar ég var aðeins 5 ára. Þá bjó strákur í hverfinu okkar sem hefur verið um 10 ára gamall. Hann átti hund og var oft með hann úti og hann notaði oft hundinn til að hræða mig. Alltaf þegar ég hitti þennan strák þá hræddi hann mig með hundinum. Þóttist reyna að fá hundinn til að urra eða bíta mig. Ég var auðvitað bara 5 ára gömul og vissi ekki einu sinni hvað einelti væri. En þetta gerði þessi strákur ítrekað sem gerði það að verkum að í dag er ég mjög smeyk við hunda.

Svo var það ekki fyrr enn í 3. til 7. bekk sem mér var ítrekað strítt í skóla af sömu krökkunum. Ég átti fáa vini og var mjög einmanna. Á þessum tíma var aldrei talað um einelti og ég vissi heldur ekkert hvað það var. Ég held ég hafi aldrei talað um þetta við mömmu og pabba.

Þegar ég var að fara í 8. bekk fluttum við í annað bæjarfélag; Garðabæ. Þar var ég í Garðaskóla frá 8. upp í 10. bekk. Ég kom inn í skólann á mjög viðkvæmum aldri, var búin að eiga frekar erfitt í hinum skólanum með ekkert sjálfstraust og átti enga vini og leið ekki vel.

Ég á ekki góðar minningar úr Garðaskóla. Ég átti erfitt með að eignast vini þar líka. Mér hefur alla mína tíð þótt erfitt að tengjast fólki og vinahópum. Þarna voru nokkrar stelpur sem töluðu við mig og buðu mér inn í þeirra vinahóp, en einhvern veginn kunni ég ekki að vera í vinahópi. Ég dróg mig alltaf út og var bara ein. Á meðan allir voru niðri í hádegishléi í skólanum að borða og spjalla, hlusta á tónlist og hafa gaman, var ég ein uppi á bókasafni eða að læra. Stundum fór ég bara heim í hléinu eða gerði eitthvað allt annað. Ég var svona hálfgert nörd, leið best ein, fór aldrei á nein böll eða opið hús í skólanum eða neitt þannig.

Ég kaus að fara ekki í framhaldsskóla því mér leið aldrei vel í skóla. Ég fór bara að vinna og hef unnið síðan ég var 17 ára gömul.

Árið 2006 var ég búin að eignast mitt fyrsta barn. Þá var ég að vinna á leikskóla og leikskólastjórinn lagði mig líka í einelti. Það lýsti sér þannig að hún sagði aldrei góðan daginn við mig eða horfði í augun á mér þegar ég labbaði framhjá henni, hún var alltaf mjög leiðinleg og dónaleg við mig. Ég hætti að vinna þarna þegar hún tók mig í atvinnuviðtal og gerði bara lítið úr mér. Hún spurði mig hvernig mér liði í vinnunni þar sem ég ætti enga vini hér á þessum vinnustað. Síðan kenndi hún mér um að leggja eina pólska konu í einelti sem ég var að vinna með. Þetta fyllti mælinn og ég hætti.

Ég hef ekki upplifað einelti síðan, en þrátt fyrir það er ég enn í dag mjög brothætt manneskja. Ég lýsti því hérna ofar hvernig ég upplifi sjálfa mig. Ég er búin að kljást við kvíða og þunglyndi og finn enn þá fyrir því í dag. Það er allt út af þessu sem ég er búin að lenda í bæði sem barn og unglingur. Líkt og sálfræðingurinn sagði í gær þá er kvíði og allar þessar tilfinningar vondu tilfinningar sem við ráðum ekki við af völdum einhvers sem við upplifðum í æsku.

Af hverju var fólk alltaf að ráðast á mig og leggja mig í einelti? Sá það í gegnum mig hversu veik ég var, hversu viðkvæm ég var og notfærði sér það? Mér finnst þetta svo niðurlægjandi.

Ég er svo þakklát fyrir að hafa farið á þennan fyrirlestur í gær. Það kenndi mér svo margt. Eg hef aldrei hugsað út í þetta allt. Ég hef aldrei rakið upp æsku mína og allt það sem ég hef mátt þola.

Í dag á ég yndislegan mann sem ég kynntist árið 2011. Hann er algjör fjársjóður. Það er ekki hægt að finna betri mann enn hann. Saman eigum við litla 18 mánaða blómarós og sjálf á ég aðra stelpu úr fyrra sambandi, sem er að verða 12 ára á þessu ári. Ég elska börnin mín og manninn minn útaf lífinu og án þeirra gæti ég ekki lifað.

Ef þið hafið einhvern grun um að barninu ykkar sé strítt ítrekað í skólanum eða einhvers staðar, stöðvið það strax. Því barnið gerir sér ekki endilega grein fyrir því að verið sé að leggja það í einelti. Ég sjálf hef verið dugleg að grípa inní og stoppa stríðni sem dóttir mín hefur orðið fyrir síðan hún byrjaði í nýjum skóla í 4. bekk.

Í dag er ég staðráðin í því að vinna í sjálfri mér og leita mér að faglegri aðstoð, vera sterk og gera mig að þeirri manneskju sem ég vil vera.

Fyrir örfáum dögum, þann 4.júní 2015, fékk ég send óvænt Facebook skilaboð frá tveimur vinkonum. Skilaboðin hljómuðu svona:

Sæl! Við vitum ekki hvort þú manst eftir okkur og það myndi í raun gleðja okkur óheyrilega ef þú gerðir það ekki því það myndi þýða að framkoma okkar í þinn garð þegar við vorum allar börn hafi ekki haft áhrif á þig. Mig grunar þó að svo sé ekki og langar okkur vinkonurnar til þess að biðja þig innilega fyrirgefningar á því hvernig við komum fram við þig. Við vitum í raun ekki af hverju við komum svona fram við þig og mikið vona ég að þú hafir verið þroskaðri og sterkari en við á þessum aldri og að þetta hafi haft minni áhrif á þig en við hræðumst að það hafi gert.

Það var ekkert sem þú sagðir eða gerðir eða [nokkuð] við útlit þitt sem gerði það að verkum að við létum svona, ég held hreinlega bara að okkur hafi leiðst og þú varst ef til vill auðvelt „target“ þar sem þú varst oft ein úti að hjóla. Við ætlumst ekki til þess að þú fyrirgefir okkur eða svarir okkur. Við erum heldur ekki að senda þér þetta til þess að okkur sjálfum líði betur heldur langar okkur bara að þú vitir að okkur þykir það óendanlega leitt hvað við vorum ljótar við þig af engri ástæðu. Við óskum þér alls hins besta og við eigum sjálfar börn í dag og munum við sannarlega sjá til þess að þau muni aldrei koma svona fram við önnur börn eins og við gerðum.

Höfundur pistilsins kýs að vera nafnlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.