fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Catalin Onc og Elena Engelhardt eru áhrifavaldar frá Þýskalandi. Undanfarið hafa þau ferðast um heiminn en þau borga ekki sjálf fyrir ferðirnar sínar.

Móðir Catalin hefur nefnilega stritað í tveimur vinnum til að borga ferðalögin þeirra sem eru ekki af ódýrara taginu.

Nú hefur þó komið upp sú staða að þau vantar meiri pening. Þau vilja hjóla frá heimalandinu sínu til Afríku en þau vantar um 16 þúsund dollara til að geta það.

Þar sem hvorugt þeirra er í vinnu ákváðu þau að opna hópfjármögnun til að safna fyrir ferðinni og auglýstu það á Instagram síðunni sinni. Þar sögðu þau að markmiðið með ferðinni væri að vekja athygli á geðheilsu.

Fylgjendur þeirra tóku ekki vel í hópfjármögnunina og margir skutu hörðum skotum á þau fyrir þetta.

„Mamma þín er í tveimur vinnum til að borga fyrir ferðirnar ykkar, haldiði ekki að það hafi áhrif á geðheilsuna hennar?“

„Eða, þú veist, þið fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar.“

Parið segir að vinna sé skaðleg fyrir þau auk þess sem þau séu ekki hæf til að vinna flestar vinnur.

„Sumir munu bara segja okkur að fara að vinna eins og allir aðrir og hætta að betla. En þegar þú hefur jafn mikil áhrif og við á líf annarra þá er vinna ekki valmöguleiki.“

Parið hélt áfram að útskýra sitt mál

„Við gætum unnið sem fyrirsætur og fengið pening þannig en við viljum ekki auglýsa neysluaukningarstefnu. Venjulegt starf á þessum tímapunkti væri skaðlegt fyrir okkur.“

Eins og stendur hafa þau safnað um 200 dollurum á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe.

Það er einungis brotabrot af því sem þau sækjast eftir en parið stefnir á að safna 10 þúsund dollurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.