fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Nicole Kidman sökuð um að vera sköllótt: „Enginn í heiminum notar hárkollur jafn vel og Nicole“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicole Kidman er þekkt fyrir að nota hárkollur í bíómyndum. Þetta hafa aðdáendur hennar vitað í mörg ár, en Nicole Kidman er með náttúrulegar krullur sem láta illa að stjórn.

Þessari kenningu sinni greindi fjölmiðlakonan Michelle Visage frá í hlaðvarpsþættinum What’s The Tee þar sem hún og dragdrottningin og sjónvarpsstjarnan RuPaul ræða hin ýmsu mál.

„Enginn í heiminum notar hárkollur jafn vel og Nicole,“ sagði Ru. Umræðuefnið bar á góma eftir að Michelle rifjaði upp sína til Ástralíu nýverið og sagði það hafa staðið upp úr í ferðinni að hafa séð Nicole Kidman á risastóru auglýsingaskilti að auglýsa pillur fyrir hárið.

„Hversu kaldhæðið að Nicole Kidman sé að selja hártöflur,“ hrópaði Michelle. RuPaul útskýrði brandarann fyrir hlustendum sínum: „Kaldhæðnin felst sem sagt í því að við fáum sjaldan að sjá hennar eigið hár.“

Þá svaraði Michelle að bragði: „Ég held að hún sé sköllótt“

En RuPaul kom Nicole til varnar og sagði: „Hún er ekki sköllót! Hún er bara með krullað hár sem verður mjög brothætt.“ 

Í gegnum tíðina hefur Nicole Kidman oft verið spurð út í hárkollurnar sem hún notar, en hún hleypst jafnan undan spurningunum.

Blaðamaður á kvikmyndahátíð í Toronta á síðasta ári spurði hana til að mynda út í hárkollur, en fékk ekkert svar og svipað átti sér stað fyrr á þessu ári þar sem hún skellti á þáttastjórnendur í The Kyle and Jackie O Show eftir að þeir spurðu hana út í hárkollur.

Í febrúar gekk orðrómur þess efnis að leikkonan væri að missa hárið eftir að ónefndur heimildamaður sagði The Globe að Nicole væri í miklu uppnámi yfir að heilu lokkarnir væru að losna af höfði hennar. Þessi orðrómur dó þó út eftir að hann fékkst hvergi staðfestur.

Líklega var Michelle að gantast í RuPaul þegar hún setti fram þessa furðulegu samsæriskenningu. En Nicole hefur þó greint frá því opinberlega að hún hafi farið illa með hárið á sér í gegnum tíðina og krullurnar séu því ekki lengur til staðar. Hún hefur jafnframt viðurkennt að nota hárkollur í bíómyndum. Það er líklega bara ágætis aðferðarfræði sem krefst þess ekki af henni að hún skipti sjálf persónulega um hárgreiðslu bara vegna þess að tiltekið hlutverk krefji hana um það. Hún getur því einfaldlega farið heim eftir langan tökudag og tekið af sér hárkolluna. Mögulega sleppur hún þá líka við tímafrekar hárgreiðslur.

Frétt the DailyMail

Nicole var með hárkollu í vinsælu myndinni Moulin Rouge
Náttúrulegu krullurnar hennar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.