fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Brast í grát þegar enginn kom að gæsa hana: „Ætli mér finnist ég ekki bara aumkunarverð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikkonan Jennifer Lawrence trúlofaðist unnusta sínum, listræna stjórnandanum Cooke Marone, í febrúar síðast liðnum. Þau eru um þessar mundir á kafi við að undirbúa brúðkaupið.

Þó Lawrence segi undirbúninginn almennt hafa gengið eins og í sögu þá var þó ein uppákoma þar sem hún segist hafa mögulega gerst sek um of mikla tilætlunarsemi og hagað sér eins og brúðarskrímsli (e.bridezilla), sagði hún í hlaðvarpinu Nakinn með Catt Sadler.

„Ég hélt að ég vildi ekki láta gæsa mig, en á síðustu stundu skipti ég um skoðun.  En þá voru allir uppteknir því fyrirvarinn var svo lítill. Og þá fór ég að gráta. Ég hgusaði : Ég veit ekki einu sinn hvers vegna ég er að grenja Ég vissi ekki að ég vildi gæsa mig, ætli mér finnist ég ekki bara aumkunarverð.“

Fyrir utan ofangreinda uppákomu segir Lawrence að allt hafi gengið eins og í sögu. Hún sé afslöppuð í undirbúningnum, það sem skipti meginmáli er sjálf athöfnin þar sem hún fær að giftast sínum besta vini.

„Ég hef ekki verið nein taugahrúga með þetta. Ég er hreinlega of löt til að vera taugahrúga. Ég sá kjól sem mér fannst flottur og hugsaði bara: Þetta er kjóllinn. Ég sá síðan salinn og hugsaði „Kúl, komin með sal“

„Ég var alls ekki kominn á þann stað í lífinu að vera farin að hugsa: Ég er tilbúin fyrir hjónaban. Ég hitti bara Cooke og ég vildi giftast honum. Við vildum giftast hvoru öðru, við vildum almennilega skuldbindingu. Hann er besti vinur minn, ég vil löglega binda hann við mig að eilífu.“

Greinilegt er að Lawrence er innilega ástfangin af unnusta sínum og hlakkar mikið til að skiptast á heitum við hann.

„Hann er frábærasta manneskja sem ég hef hitt og mér finnst það heiður að gang til liðs við fjölskyldu hans. „

 

Frétt the Dailymail

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.