fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

Myndbandið sem bjargaði lífi dóttur minnar – Hvetur alla foreldra til að horfa á það

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 13. júní 2019 12:56

Á þessari mynd sjást útbrotin á hægri kinn Ellu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ekki væri fyrir þetta myndband þá væri dóttir mín ekki á lífi í dag,“ segir móðir ungrar stúlku sem veiktist hastarlega í nóvember 2014.

Móðirin, Jade Rodford, segir að dóttir hennar, Ella Erangey, hafi fengið hita og orðið verulega slöpp nokkru áður. Jade hætti að lítast á blikuna þegar öndun Ellu var orðin hröð og grunn og húðin upphleypt á stöku stað. Hún fór með stúlkuna til læknis sem taldi að Ella væri bara með flensu.

Þá greiningu fékk læknirinn meðal annars á þeim forsendum að Ella var ekki með nein útbrot þegar hún kom – þó þau hefðu sést augljóslega þegar hún var heima skömmu áður. Þá virtist öndunin eðlileg þegar Jade kom með hana.

Þegar heim var komið birtust útbrotin aftur og þá ákvað Jade að taka upp myndband á símann sinn. Næst þegar Jade fór með Ellu til læknis sýndi hún honum myndbandið og það var þá sem rétt greining fékkst: Ella var með blóðeitrun eða sýklasótt (e. sepsis) og þurfti nauðsynlega á lyfjameðferð að halda, ekki seinna en strax.

Það er skemmst frá því að segja að Ella lá inni á sjúkrahúsi í tólf daga eftir greininguna. Hún náði góðum bata og er í dag heilbrigð fimm ára stúlka. Jade segir það hefði getað farið illa ef ekki hefði verið fyrir þetta tiltekna myndband. Heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins fyrr en þeir sáu það.

„Án myndbandsins var ég bara að koma með venjulegt barn með háan hita. En myndbandið sýndi hvað var í gangi. Þeir hefðu eflaust sent hana heim ef ég hefði ekki sýnt þeim það,“ segir hún við Mail Online.

Jade hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum sem þessum hjá börnum sínum. Hún hafi ákveðið að birta myndbandið í þeim tilgangi að aðrir foreldrar verði ef til vill betur meðvitaðir um veikindi barna sinna og bregðist skjótt við ef minnsti grunur vaknar um alvarleg veikindi.

Í grein í Læknablaðinu kemur fram að sýklasótt sé alvarlegt heilkenni sem orsakast af almennu bólguviðbragði líkamans við alvarlegri sýkingu. Talið er að 44 þúsund manns deyi árlega af völdum sýklasóttar í Bretlandi á hverju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.