fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Bleikt

John Legend vill jafnrétti – Þetta vantar á nær öll karlaklósett!

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 13. júní 2019 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn John Legend er mikill talsmaður jafnréttis og þó það hafi náðst víða er enn pottur brotinn víða.

Legend hefur nú slegist í lið með bleyjuframleiðandanum Pampers sem ætlar að koma upp fimm þúsund skiptiborðum á almenningssalernum í Bandaríkjunum og Kanada á næstu tveimur árum.

Legend á tvö ung börn með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Chrissy Teigen, og segist hann sakna þess mjög að sjá ekki fleiri skiptiborð á almenningssalernum ætluðum körlum í Bandaríkjunum.

Legend hefur eflaust mikið til síns máls enda er það víðar en í Bandaríkjunum sem skiptiborð eru ekki sýnileg á karlasalernum. „Sú menningarlega hefð hefur skapast að konur sjá í ríkari mæli um uppeldisskyldur en karlar,“ segir Legend við Men’s Health og bætir við að það sé ekki sanngjarnt.

Í skoðanakönnun sem gerð var nýlega kom fram að 9 af hverjum 10 feðrum hefðu notað almenningssalerni þar sem ekki var að finna neitt skiptiborð. John Legend og Pampers vonast til að breyta þessu og féllst tónlistarmaðurinn viðkunnanlegi meðal annars á að koma fram í auglýsingu fyrirtækisins sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu

Kylie Jenner deilir nektarmynd úr fríinu
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið

Stjörnuspá vikunnar: Slúður og baktal – Ástarsorgin setur sitt mark á lífið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Sara deilir myndum þar sem hún sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“

Brúðkaupsstjórar deila hryllingssögum úr bransanum: „Móðir brúðarinnar sló hann utanundir“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Kim Kardashian segir frá versta sársauka sem hún hefur upplifað – Tengist ekki barneignum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.