fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. júní 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móður fimm ára stúlku var illa brugðið þegar hún fékk sent bréf þess efnis að fimm ára dóttir hennar væri allt of þung. Raunar væri hún nálægt því að glíma við offitu. Þetta kom móðurinni verulega á óvart enda er stúlkan aðeins 23 kíló og fullkomlega heilbrigð.

Karis Campbell er búsett í Harlow í Essex á Englandi og var hún nýkomin heim úr sumarfríi með fjölskyldunni þegar bréf beið hennar á heimilinu. Bréfið var frá bæjaryfirvöldum og þar var meðal annars greint frá niðurstöðum hæðar- og þyngdarmælingar sem dóttir hennar, Lexi, fór í ásamt skólasystkinum sínum í vor.

Þar kom fram að Lexi væri í ofþyngd, samkvæmt fyrir fram gefnum þyngdarstuðli, og raunar nálægt því að glíma við offitu samkvæmt sama stuðli. Þess er getið í frétt Mirror að hin fimm ára gamla Lexi sé 112 sentímetrar á hæð og 23 kíló.

Karis trúði þessu varla en fór síðan sjálf á heimasíðu sem gefin var upp í bréfinu og færði tölurnar sjálf inn. „Þar kom fram að hún væri fimm prósentustigum frá því að glíma við offitu.“

Karis er mjög ósátt við þau skilaboð sem verið er að senda dóttur hennar og öðrum börnum. Bendir hún á að dóttir hennar stundi ballet, leiki sér mikið og sé full af orku. „Hún er fimm ára. Hvernig er hægt að senda börnum svona skilaboð,“ segir hún og bætir við að henni detti ekki í hug að segja dóttur sinni frá niðurstöðunum.

Talsmaður yfirvalda í Essex segir við Mirror að farið sé eftir verklagsreglum breskra heilbrigðisyfirvalda og markmiðið sé að fylgjast með þróun ofþyngdar og offitu meðal barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú í vandræðum með aukakílóin – Þetta gæti verið ástæðan

Ert þú í vandræðum með aukakílóin – Þetta gæti verið ástæðan
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

13 merki um að þú þjáist af kvíða

13 merki um að þú þjáist af kvíða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.