fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opin færsla hinnar bandarísku Lauran Isringhausen á Facebook hefur vakið athygli fyrir að varpa góðu ljósi á ógnvekjandi aðstæður bandarískra kvenna. Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur sjálfsákvörðunarréttur kvenna orðið fyrir grófum afskiptum löggjafans. Þungarrof hefur verið bannað eða gert háð mjög ströngum skilyrðum, og liggja hörð viðurlög við ólöglegu þungunarrofi. Þetta á sér stað í Bandaríkjunum á sama tíma og á Ísland hefur gert sjálfsákvörðunarrétt kvenna hærra undir höfði með því að heimila þungunarrof án skilyrða fram að 22 viku meðgöngu .

„Ég er búin að fá mig fullsadda af þessu landi. Nauðgun er ekki lengur nauðgun. Ég get ekki afturkallað samþykki mitt á meðan á samförum stendur. Ef mér verður nauðgað, verð ólétt í kjölfarið en ákveða að eiga barnið, þá getur nauðgari minn lögsótt mig til að fá umgengnisrétt við barnið. Ef ég fer í þungunarrof á ég það á hættu að enda í fangelsi sem morðingi. Ef hjá mér verður fósturlát og það mælist nikótín í blóði mínu þá olli ég þungunarrofi og fer í fangelsi fyrir morð. Ef ég ferðast til fylkis þar sem þungunarrof er löglegt en það kemst upp um það, þá fer ég í fangelsi fyrir morð. Ef ég fer í fangelsi fyrir þungunarrof þá er ég afbrotamaður og missi kosningarétt. En tryggingarnar mínar mega hafna því að niðurgreiða getnaðarvarnir fyrir mig, lyfjafræðingurinn minn neita að afgreiða lyfseðlana mína, læknirinn minn getur logið og neitað mér um þjónustu á grundvelli trúar sinnar. Ég hef minni réttindi en fóstur. Ef fóstur er kvenkyns þá nýtur það betri réttinda sem fóstur heldur en það mun njóta eftir að fæðast sem kona. Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna.“

Ofangreind lýsing minnir um margt á bókina Saga þernunnar eftir Margaret Atwood, sem vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir. Bókin lýsir framtíðarsamfélagi þar sem ófrjósemi hefur stofnað framtíð mannkyns í hættu. Eitt samfélag hefur gengið í þann vanda með því að loka sig af frá umheiminum, safna saman öllum frjóum konum, svipta þær réttindum og nýta til undaneldis. Á meðfylgjandi korti má sjá þau fylki Bandaríkjanna þar sem tekist hefur, eða reynt er að herða löggjöf um þungunarrof. Löggjöfin miðast jafnvel að því að banna þungunarrof með öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

13 merki um að þú þjáist af kvíða

13 merki um að þú þjáist af kvíða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.