fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Þú skalt aldrei byrja daginn á þessu

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 10. júní 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Teygirðu úr þér? Skoðarðu veðurappið? Skellir þér í sturtu? Ef þú vilt ná árangri í lífinu þá er í fínu lagi að gera eitthvað af þessu, svo lengi sem þú forðast eitt: Að skoða tölvupóstinn þinn.

Það getur verið freistandi að byrja daginn á að skoða tölvupóstinn. Hann er þarna í símanum þínum og þú heldur kannski að það sé svo árangursríkt að geta klárað að lesa nokkra tölvupósta snemma dags en það getur verið mjög slæmt.

Julie Morgenstern hefur verið ráðgjafi fyrirtækja á borð við American Express, FedEx og Microsoft síðan 1989 og hefur skrifað mikið um tímastjórnun fyrir Forbes og New York Times.

Í samtali við Huffington Post sagði Morgenstern að ef fólk byrjar daginn á að skoða tölvupóstinn þá nái það sér ekki þann daginn.

„Þessar óskir og þessar truflanir og þetta óvænta og þessar áminningar og vandamál eru endalaus … það er fátt sem getur ekki beðið í minnst 59 mínútur.“

Hún segir að vandinn við tölvupóstinn sé að það þarf að bregðast við honum.Þetta endar bara með að fólk hoppar úr einu verkefni í annað og lætur innhólfið stjórna dagskrá dagsins. Í staðinn fyrir að lesa tölvupóstinn ætti að byrja daginn á að ljúka við mikilvægt verkefni sem krefst einbeitingar.

Ef þú byrjar daginn á mikilvægu verkefni sem þarfnast einbeitingar þá kemurðu mun meiru í verk sagði Morgenstern og benti á að fólk sem hefur náð góðum árangri byrji daginn alltaf svona.

Auk þess eru líkur á að tölvupóstar sem þú færð á morgnana muni stressa þig og ekki koma þér í gott skap. Morguninn snýst um að gefa tóninn fyrir daginn og að lesa reiðilega tölvupósta frá yfirmanni þínum mun ekki gefa góðan tón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.