fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 10. júní 2019 22:00

Fyrir fæðingu - eftir fæðingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska ljósmóðirin og áhrifavaldurinn Hannah Polites hefur svo sannarlega slegið í gegn á Instagram með boðskap sínum eftir fæðingu. Þessi 28 ára gamla kona eignaðist soninn Arlo fyrir stuttu og birti síðan mynd af sér á Instagram þar sem hún sýnir líkamann sólarhring eftir fæðingu.

Hannah er með 1,3 milljónir fylgjenda en við hliðina á myndinni sem sýnir líkamann 24 tímum eftir fæðingu er mynd sem var tekin stuttu fyrir fæðinguna.

„Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er og deila vegferð minni eftir barnsburð nákvæmlega eins og hún er,“ skrifar Hannah við myndirnar tvær og heldur áfram.

„Ég var þreytt, föl og svolítið aum en ég var svo stolt af því sem ég afrekaði deginum áður. Mannslíkaminn er svo ótrúlegur og ég er svo þakklát að minn líkami gat látið drenginn minn vaxa, fætt hann og nært hann.“

Þá hefur Hannah hlotið mikið lof fyrir að ætla að einbeita sér algjörlega að fjölskyldunni þessar fyrstu vikur eftir barnsburð.

„Ég ætla ekki að flýta mér að komast aftur í fyrra horf og ég ætla að einblína á fjölskyldu mína og nýja barnið. Ég ætla ekki að æfa í að minnsta kosti sex vikur.“

Þá segir hún frá því að dóttir hennar Evaliah sé búin að spyrja af hverju nafli móður sinnar sé svona skrýtinn og af hverju húðin á maganum sé svona mjúk.

„Hún veit að það er af því að líkami minn skapaði fallegt líf og það er gjörsamlega magnað.“

 

View this post on Instagram

 

38 weeks pregnant 🤰🏼 24hrs post birth 🤱🏼✨💕 Although a little confronting for me, I want to be as real as possible with you all and share my post partum body journey exactly how it is. I was tired, pale and a little sore but so proud of what I’d just achieved the day before. The human body is so amazing and I’m so thankful that mine was able to grow, birth and now nurture my boy 😱👶🏼💖 I’m in no rush to “bounce back” and will just be focusing on my family and new baby, not exercising for at least 6 weeks. Evaliah has already asked why mama’s belly button “looks funny” and why my skin on my belly is so soft and she now knows that it’s because my body created a beautiful life and that’s bloody incredible ✨😭 #thankful #postpartumbody #postpartum

A post shared by hannahpolites (@hannahpolites) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

13 merki um að þú þjáist af kvíða

13 merki um að þú þjáist af kvíða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.