fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

13 merki um að þú þjáist af kvíða

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 10. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið að þú þjáist af kvíða og hugsanlega veistu ekki einu sinni af því. Hvernig veistu hvort kvíðinn og líðan þín er eðlileg eða hvort þú átt við heilsufarslegt vandamál að stríða?

Hér eru 13 merki um að þú þjáist hugsanlega af kvíða eða hræðslu:

Ýkt viðbrögð við aðstæðum

Kvíðahugsanir tengjast oft þeirri hugsun að eiga von á því að eitthvað neikvætt eða hræðilegt muni gerast bráðum. Einstaklingar með kvíðaröskun ofmeta oft þessar aðstæður og vanmeta úrræði sín.

Erfiðleikar með slökun

Að eiga erfitt með að slappa af, losna ekki við áhyggjur eða ná ekki slökun yfir höfuð, getur allt verið merki um kvíðaröskun. Ef aðferðir til að minnka streitu sem virka fyrir aðra virkar alls ekki fyrir þig, þarftu kannski að leita meðferðar við kvíðaröskun.

Bregður auðveldlega

Ef auðvelt er að bregða þér og þú ert oft „á nálum“ eða ert með ýkt hræðsluviðbrögð við smávægilegum atvikum getur það verið merki um kvíðatengd vandamál.

Einbeitingarskortur

Erfiðleikar með einbeitingu getur verið einkenni margra geðrænna vandamála. Að halda fókus og einbeita sér á ákveðið verkefni getur verið erfitt fyrir einstakling með kvíðaröskun.

Svefnvandamál

Vandamál með að sofna eða að halda sér sofandi helst oft í hendur við kvíða. Svefnleysi getur svo líka gert einkenni kvíða enn verri. Bæði vandamál með að sofna og að sofa vel geta verið merki um kvíðaröskun.

Skrítin tengsl við raunveruleikann.

Líður þér oft eins og hlutirnir séu óraunverulegir? Dr. Lawrence segir að fólk með kvíðaröskun finnist það oft aðskilin sjálfu sér, eins og það sé fyrir utan líkama sinn.

Höfuðverkur

Kvíðaraskanir geta valdið sársaukafullum vandamálum sem oft er erfitt að greina sem kvíðatengd. Mörg líkamlegu einkennin sem fylgja kvíðaröskun túlkar fólk sem „hefðbundinn“ höfuðverk eða ógleði vegna flensu. Kvíðaröskun getur valdið mígrenishöfuðverkjum með miklum sársauka í annarri eða báðum hliðum höfuðsins. Verkurinn finnst oft rétt fyrir aftan auga eða eyra samkvæmt Bandarísku þunglyndissamtökunum.

Verkir og spenna

Einstaklingar með mikinn kvíða upplifa oft langvarandi sársauka eða spennu í vöðvum, þar á meðal sjúkdóma eins og liðagigt og vefjagigt. Einkenni þessara sjúkdóma geta verið verkir, stirðleiki, bólgur og skemmdir á liðbrjósk.

Hálsvandamál

Að finnast eins og eitthvað sé fast í hálsinum getur verið merki um kvíðaröskun. Slík tilfinning um þrengsli í hálsi getur valdið því að fólk á erfitt með að kyngja.

Bráðaþvaglát

Kvíði getur valdið því að fólk þarf að fara örar ferðir á baðherbergið, sérstaklega konur. Niðurstöður breskrar rannsóknar sýndi að meira en helmingur þeirra sem áttu við vandamál tengd þvagláti sýndu önnur kvíðaeinkenni.

Skjálfti

Að hristast og skjálfa getur verið merki um kvíða, sérstaklega ef einstaklingnum finnst hann ekki hafa neina stjórn á því eða stöðvað það. Skjálftinn getur verið meira áberandi þegar fólk með kvíða reynir að hvílast eða sofa.

Sviti

Það er eðlilegt að svitna á æfingu eða áður en þú heldur kynningu og þarft það ekki að merkja að þú þjáist af miklum kvíða. En reglulegur kvíðasviti getur verið merki um kvíðaröskun, sérstaklega ef þú finnur einnig fyrir öðrum einkennum eins og slökunarerfiðleikum.

Ógleði

Streita, ótti og kvíði getur valdið magavandamálum eins og ógleði. Þessi heilsufarslegu vandamál geta valdið því að líkaminn starfar ekki eðlilega. Fylgir þá oft ónotatilfinning í maganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.