fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Fór heim til kærustunnar og uppgötvaði að hann hafði komið þangað áður: „Hún var í sjokki“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. júní 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið vandræðalegt eða óþægilegt að hitta foreldra maka þíns í fyrsta skiptið. Ímyndaðu þér hvað það yrði mikið verra ef þú værir búinn að sofa hjá einu foreldrinu.

Einn maður í Bretlandi fann sig í þessum skelfilega vandræðalegu aðstæðum.

Maðurinn, sem er 21 árs, sagði frá þessu á Reddit.

„Fyrir nokkrum mánuðum var ég ágætis rokkbar og það var hljómsveit að spila. Ég var að fá mér í glas ásamt stórum hóp af vinnufélögum. Ég tók eftir ljóshærðri konu sem var að fylgjast með mér. Ég fór til hennar og spjallaði við hana og bað um númerið hennar. Við sendum nokkur skilaboð fram og til baka,“ skrifar maðurinn.

Hann segir að þau hafi hist aftur og fengið sér nokkra drykki saman. Þau enduðu með að fara heim til konunnar og sofa saman. Hann segir að hann hafi tekið eftir að hún væri „mikið eldri“ en hann, en hann pældi ekkert meira í því.

Nokkrum vikum seinna kynntist hann nítján ára kærustu sinni á Tinder. Þau náðu vel saman og hún bauð honum heim til sín, sem er heima hjá foreldrum, hennar. Þegar hann kom þangað áttaði hann sig á því að hann hafði komið þangað áður.

„Hjartað mitt sökk þegar ég sá þessa yndislegu stúlku snúa sér að mér og segja: „Hér bý ég“ og benda á sömu hurðina og ég fór í gegnum þegar ég átti einnar nætur gamanið.“

Hann ákvað að segja kærustu sinni strax hvað væri í gangi.

„Hún var í sjokki. Mjög hissa þegar hún áttaði sig á því að ég væri ekki að grínast. Ég vissi að hún væri róleg týpa frá fyrstu stefnumótunum okkar og sem betur fer skildi hún þetta og réðst ekki á mig. Við vorum sammála um að við gætum ekki verið áfram saman en ég var mjög hrifin af henni. Sem er sjaldgæft fyrir mig þannig þetta er ömurlegt,“ skrifar maðurinn.

„Hún minntist ekki á hjónaband foreldra sinna og ég vildi ekki spyrja. En ég veit heldur ekki hvernig enginn var heima fyrir nokkrum mánuðum. Eina sem ég veit er að þetta er ruglað.“

Leiðinlegt að sambandi þeirra lauk, en það verður að segjast að fjölskyldumatarboðin hefðu orðið ansi vandræðaleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Æstur aðdáandi réðst á Miley Cyrus í Barcelona – Hélt henni fastri og kyssti hana

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.