fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Ældi í bílnum og gat ekki meira – Svona losnaði Fanney Dóra við mígrenið

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 1. júní 2019 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Dóra Veigarsdóttir, ein af stærstu samfélagsmiðlastjörnum landsins, hefur glímt við alvarleg mígrenisköst frá fimmtán ára aldri. Hún var á mörkum þess að gefast upp og reyndi allt til að sigrast á vandamálinu.

„Maður verður svo kvíðinn þegar maður fær reglulega mígreni, Allir sem hafa upplifað þetta vita hvað það er ömurlegt að vera með þetta og maður verður á endanum tilbúinn að gera nánast hvað sem er,“ segir Fanney Dóra í samtali við Bleikt. „Þetta getur gerst hvenær sem er. Ég hef oft þurft að stöðva bílinn á vegkantinum því ég get ekki keyrt með þessa verki, eða þurft bara að æla í bílnum því ég var í miðri traffík og gat ekki stoppað.“

Fanney segist hafa farið eftir öllum reglum bókarinnar í tengslum við lausnir. Hún breytti mataræðinu og sleppti meðal annars kjöti, athugaði einnig hvort hún þyrfti á gleraugum að halda og fór í gegnum ófáar TREO-töflur, en ástandið skánaði ekkert. Þá ákvað Fanney að prófa svonefnda daith-lokka, eða mígrenislokka, en samfélagsmiðlastjarnan var allt annað en bjartsýn á þá lausn fyrir fram.

„Það veit enginn hvernig mígreni gerast eða hvernig er hægt að losna við svoleiðis. Það virkar svo fáránlegt að fá sér gat í eyrað og að þá eigi allt að hverfa. Næsta skrefið hefði verið að fara í nálastungur, en mér fannst það alveg jafngrillað og dýrt ofan á það. Ég veit að margir fara í svoleiðis og það virkar fyrir fólk en mér fannst sú lausn virka pínu steikt,“ segir Fanney.

„Sumir eru með mígreni vinstra megin í höfði en ég var með á hægri hlið, þannig að ég fékk mér gat í hægra eyrað, en ég var auðvitað voða efins um þetta fyrirfram enda engar rannsóknir sem sýna að svona aðferðir séu réttar. Mér þótti það vera svo lítið mál að fá gat í eyrað en ég hugsaði að það væri auðvitað geggjað ef það myndi hjálpa. Með þessum daith-eyrnarlokkum einhver trigger-punktur þarna en ég trúði þessu ekki, en nú hef ég ekki fengið mígreni síðan og það er komið ár,“ segir Fanney.

„Ég hélt samt áfram að fá sjóntruflanirnar annað slagið en síðan fór ég í heilsunudd hjá Ingibjörgu Ýr og þá fóru truflanirnar alveg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.