fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Bleikt

Sigurður fann illa farinn hund í kofa – Sagan snertir við fólki: „Það runnu á mig tvær grímur þegar hann var kominn til okkar“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 29. maí 2019 13:30

Félagarnir Sigurður og Balli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Smári Fossdal og kona hans, Tara Björk, fundu yfirgefinn hund í kofa rétt út fyrir borgarmörkin fyrir rúmum þremur mánuðum. Fyrri eigandi hundsins hafði fallið frá og höfðu Sigurður og Tara ekki í sér að skilja hvuttann eftir úti í kuldanum.

„Mér fannst staða hans bágleg og hafði strax samband út af honum og tók hann að mér næsta dag. Mikilvægast fannst mér að koma dýrinu í hús og hlýju en hafði aldrei átt hund áður og vissi ekkert hvað ég var að fara út í,“ skrifar Sigurður í færslu á Facebook sem hann hefur gefið DV leyfi að endurbirta. Sigurður ætlaði sér aldrei að taka hundinn, sem heitir Balli, að sér til frambúðar.

„Það runnu á mig tvær grímur þegar hann var kominn til okkar og ég sá ekki hvernig ég gæti átt hann eða hvernig hann passaði inn á heimilið,“ skrifar Sigurður. Hann setti inn auglýsingu á Facebook til að leita að nýjum eiganda fyrir Balla, en það gekk ekki jafnvel og hann hafði vonað. Má með sanni segja að það hafi verið lán í óláni.

„Það gekk brösulega,“ skrifar Sigurður með vísan í auglýsinguna. „Og ég er þakklátur fyrir það, því þegar dagarnir liðu og ég kynntist honum betur sendi ég konunni minni skilaboð og tjáði henni það að ég gæti ekki með nokkru móti látið hundinn frá mér.“

Var skíthræddur við dýr og menn

Það sem gerðist í kjölfarið er lyginni líkast. Í dag, þremur mánuðum eftir að Balli kom inn á heimili Sigurðar og Töru, eru þeir Sigurður óaðskiljanlegir.

„Síðan þá hefur myndast sérstakt samband á milli manns og hunds og margir hafa haft orð á því að hann ætti eiginlega að heita Skuggi, því hann eltir mig hvert fótmál. Hann er einstaklega skemmtilegur, rólegur, hlédrægur og góður hundur. En á það til að vera svolítið uppáþrengjandi.“

Balli blómstrar hjá Sigurði og Töru.

Sigurður segir að breytingin á dýrinu sé hreint með ólíkindum.

„Það mátti ekki hækka róminn nálægt honum þá var hann lagstur vælandi. Hann var skíthræddur við allt fólk og öll dýr en í dag er hann allt annar. Hann heilsar upp á vinnufélaga mína og allt fólkið í vinnunni minni og elskar að sníkja klapp frá öllum sem hann getur, þó passar hann sig á að vita alltaf hvar ég er og vildi helst vera límdur við hælana á mér. Taugarnar hafa róast og það er einstaklega ánægjulegt að fá að hafa hann Balla með í öllu sem ég geri.“

Sigurður segir í samtali við DV að það hafi vissulega verið krefjandi að byggja upp traust Balla, en hann sér alls ekki eftir því að hafa haldið hundinum.

„Hann finnur öryggi í mér og ég er duglegur að sýna honum að það er hægt að treysta fólki,“ segir hann. „Hann er á kærleiksríku heimili þar sem hann fær alla þá ást og umhyggju sem hann á skilið, sem er ansi mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu

Biðst ekki afsökunar á kjólnum sem er talinn hafa brotið lög í heimalandinu
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise

Justin Bieber vill slást við Tom Cruise
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur

Dagur í lífi Kylie Jenner: Snyrtivörumógull, móðir og milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Fyrirsæta fitusmánuð eftir að hafa deilt þessari bikiní mynd – Sagt að hún sé ólétt: „Smá ráð, salatbar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.