fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Nektarmyndum lekið – Tónlistarkona í rusli: „Ég bugast yfir ógeðslegum hlutum sem fólk segir“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. maí 2019 13:00

Iggy Azalea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Iggy Azalea hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að óprúttnir aðilar komust yfir nektarmyndir af henni og deildu um kjörvalt internetið. Myndirnar virðast vera síðan Iggy sat fyrir fyrir tímaritið GQ árið 2016, en nektarmyndirnar voru ekki notaðar í myndaseríunni í tímaritinu.

Úr GQ.

Iggy deildi yfirlýsingu vegna þessa máls á Twitter í gær og lýsti viðbrögðum sínum við þessum nektarmyndaleka.

„Í dag er ég uppfull af neikvæðum tilfinningum,“ skrifar Iggy í færslum sem hefur verið eytt. „Mér finnst vera komið aftan að mér, ég skammast mín, finnst á mér brotið, ég er reið, döpur og finn fyrir milljón öðrum tilfinningum. Ekki aðeins af því að ég samþykkti þetta ekki heldur einnig út af andstyggilegum viðbrögðum fólks.“

Iggy reifar athugasemdir sem hún hefur séð á netinu varðandi myndirnar.

„Það hefur komið mér í uppnám þegar ég sé fólk, sérstaklega karlmenn, ganga lengra og deila sínum hugsunum og órum um líkama minn. Ég bugast yfir ógeðslegum hlutum sem fólk segir og mig langar að kasta upp.“

Þá segir Iggy einnig að myndbirtingin hafi haft slæm áhrif á einkalíf sín og líkir lekanum við „kjarnorkusprengju sem springur og eyðileggur þig ekki aðeins andlega heldur skilur eftir algjöra eyðileggingu í einkalífinu.“

Málið er ekki búið og stefnir Iggy á að höfða mál vegna lekans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.