fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Hver er Corey Gamble? Kardashian systur kvarta undan kærasta Kris Jenner

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. maí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kris Jenner, móðir Kardashian og Jenner systra, hefur verið með Corey Gamble undanfarin ár. Corey er töluvert yngri en Kris, hún er 63 ára og hann er 38 ára.

Í nýjasta þætti Keeping Up With The Kardashians sem var sýndur á E! í gærkvöldi, höfðu Kardashian systur ýmislegt að segja um Corey Gamble.

Eins og hver er hann? Hver er fjölskyldan hans? Eru þau náin? Og af hverju hafa þau aldrei hitt fjölskylduna hans?

Kanye West ákvað að senda Corey skilaboð ein morguninn klukkan sex og viðra þessar spurningar.

„Kanye sendi Corey skilaboð þar sem stóð eitthvað eins og: „Sko, við þekkjum þig ekki. Við höfum aldrei hitt fjölskylduna þína,““ sagði Kim Kardashian.

Hún viðurkenndi að nálgun eiginmanns síns hafi ekki verið sú besta en það hafi þó verið satt sem hann sagði: „Ég meina, auðvitað leið okkur öllum svona og hugsuðum þetta.“

Systur Kim voru sammála.

„Ég er sammála því sem Kanye sagði. Við vitum ekkert um Corey,“ sagði Khloé Kardashian. Hún bætti við að hann ætti það til að vera „frekar leynilegur“ þrátt fyrir að hún hafi gert tilraunir til að kynnast honum betur.

Kris tók skilaboðunum frá Kanye eins og árás og fannst þau „dónaleg.“ Hún bað fjölskyldu sína að tala ekki um Corey við Kanye.

Spennan magnaðist þegar Khloé og vinkona hennar Malika Haqq fóru til Palm Springs að heimsækja Kris. Þær héldu að þetta myndi vera stelpukvöld en svo kom í ljós að Corey var þarna einnig.

Khloé og Malika enduðu kvöldverðinn snögglega og særði það Kris. Viku seinna fór Kris til Khloé til að ræða um hlutina og baðst Khloé afsökunar á hegðun sinni.

Horfðu á myndbandið hér að neðan úr þættinum í gær:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.