fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Sigga fór til tannlæknis í Búdapest – Þetta borgaði hún: „Hérna.. af hverju vissi ég ekki af þessu??“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 10:00

Sigríður Steinunn heilsuráðgjafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Steinunn, eða Sigga eins og hún er betur þekkt, heilsuráðgjafi varð fyrir uppljómun fyrir tveimur vikum síðan. Hún lýsir þessu sem veraldlegri uppljómun, uppljómun buddunnar og fjárhagsins.

Sigga fór í tannlæknaferð til Búdapest og segir frá því á Facebook-síðu sinni og gaf Bleikt leyfi til að birta pistillinn hér með lesendum.

„Ég vann ekki í genalottóinu hvað varðar tennur. Ég hef verið að kljást við meiriháttar tannvesen síðustu ár og hef ég þakkað máttarvöldum fyrir elskulega tannlækninn minn sem er vandvirkasti maður sem ég hef hitt. Ég er með tennur á við 55 ára gamlan reykingarmann. Heilsuráðgjafinn sjálfur. Það er greinilega ekki allt sem sýnist. Ég uppgötvaði semsé að ég get gert við tennurnar á mér út í útlöndum. Þið trúið ekki hvað ég er ánægð með þessa uppgötvun,“

segir Sigga.

„Ég frétti af ferð til Búdapest í gegnum vin minn og nágranna, Reyni. Ég ákvað að slá til þar sem kvíðahnúturinn yfir því að borga komandi reikninga var orðinn þéttur. Mig langar svo að segja ykkur frá reynslu minni. Því ég vona svo að aðrir í mínum sporum uppgötvi þessa gleði – er það hægt í tengslum við tannlækna??“

Sigga sagðist ekki hafa gert sér neinar væntingar en hótelið hafi verið eitt flottasta hótel sem hún hefur dvalið á. Daginn eftir að hún kom til Búdapest fór hún til tannlæknis og lýsir heimsókninni.

„BUDAPEEST KLINIKKEN. Hmm.. það er eitthvað svo skandinavískt og róandi. Á móti mér tekur Hjalti. Maður á sextugsaldri og með mastersgráðu í nærveru. Fyrir svona tannlækna-kvíðasjúkling eins og mig, var Hjalti himnasending. Róandi yfirbragðið, góðlátlegu augun og sefandi röddin um að þetta verði allt í lagi, fyllti herbergið. Á móti mér taka líka fullt af ungverskum yndislegum klínikdömum sem taka allar í hendurnar á mér, ávarpa mig með nafni og segja mér með augunum að þetta er ekkert hættulegt.

Ég var send inn í herbergi með tæknilegasta tannlæknatæki sem ég hef séð. Það átti víst að taka myndir af allri fortíð minni í gegnum tennurnar. Öll súkkulaðistykkin sæjust á þessari mynd. Það var ekki hægt að ljúga.

Eftir það fékk ég að setjast til Dr. Sopiu sem sagði mér ýmislegt um tennurnar mínar. Sumt vissi ég, annað ekki. Hún setti upp allt sem þurfti að gera og prentaði það út á blað og í minningunni var broskall á blaðinu. En það var örugglega fölsk minning, ég var bara svo glöð.

Ég mátti svo bara fara upp á dásamlega hótelherbergið mitt og hugsa málið. Hvað vildi ég láta gera? Myndatakan var frí. Ég mætti bara henda mér upp í rúm og afþakka allt og fara bara í frí. Ég mátti líka gera við eina tönn, tvær eða allt settið.

Ef ég varð eitthvað ringluð á hugtökum tannlæknanna, þá var þarna íslenskur ráðgjafi. Oddný. Algjör nagli og útskýrði fyrir mér á mannamáli hvað þetta þýðir og gætti þess að allt var eins og það átti að vera. Aldrei fékk ég á tilfinninguna að það hafi verið að reyna féflétta mig. Og er ég með mjög næman ráder á féfléttingar. Hjalti og Oddný voru með mér í liði.

Ég ákvað að gera við allt.“

Sigga fer yfir verðmun á Íslandi og Búdapest:

„Tvær krónur (þið sem þekkið það hugtak) á Íslandi kosta 250.000 – 300.000. Það fer eftir tannlæknum og öðru. En það var það sem ég ætlaði að láta gera á Íslandi. Hef heyrt að það hafi farið yfir 300.000 sumstaðar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ég þurfti að láta laga:

Króna 3 tennur

Rífa eina tönn

Fá gervitönn þangað til implantið kemur

Bæta við brotna framtönn.

Ég fór í tvöfalda tannhreinsun í leiðinni.

Ég borgaði 174.500 krónur íslenskar.

Ég er ekki að grínast! (Sagt á innsoginu með frekar uppglennt augu)“

Sigga segir að það besta sé að það er geggjað spa á hótelinu og líkamsræktarstöð rétt hjá tannlæknastofunni.

„Ég borgaði undir 100.000 fyrir flug og hótel í 7 daga. Ég fékk meira segja kampavín í welcome drink. Og tryggingu á tönnunum til margar ára í rassvasanum,“ segir Sigga.

Hún vissi ekki að það gæti verið svona gaman í tannlæknaferðum.

„Fyrir 270.000 sem jafngildir um það bil tveimur krónum á Íslandi fékk ég fullt af viðgerðum, vikufrí í æðislegri borg á frábæru hóteli. Ég vissi ekki að það væri hægt að hafa svona gaman í tannlæknaferðum. Og þvílík fagmennska hjá tannlæknunum! Ég hef svo háan standard eftir Sverri, tannlækninn minn – að ég kalla ekki allt ömmu mína á þessu sviði.

Þið skiljið kannski núna af hverju mig langaði til að deila þessari uppljómun með ykkur. Mér finnst þetta svo klikkað!“

Lestu allan pistilinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.