fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Goðsagnir um brjóstakrabbamein – Mýta: Lítil brjóst eru í minni hættu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. maí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Íslandi greinast þrjár konur í hverri viku með brjóstakrabbamein en brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Mikið hefur verið rætt um brjóstakrabbamein en hvað er rétt og hvað eru ýkjur? Er rétt að ólíklegra sé að krabbamein greinist í litlum brjóstum? Hefur svitalyktareyðir áhrif á sjúkdóminn? Hafðu staðreyndirnar á hreinu.

Mýta: Konur fá brjóstakrabbamein aðallega vegna erfða.
Staðreynd: Samkvæmt American Cancer Society eru aðeins 5–10 prósent tilfella brjóstakrabbameina ættgeng. Á nýja vefnum brjostakrabbamein.is kemur fram að 80 prósent kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein þekkja engin dæmi um sjúkdóminn í fjölskyldu sinni. Svo virðist sem lífsstíllinn skipti mestu máli.

Mýta: Lítil brjóst eru í minni hættu.
Staðreynd: Stærð brjóstanna hefur engin áhrif. Brjóstakrabbamein myndast í frumunum í göngunum sem búa til mjólkina og flytja hana að geirvörtunum. Allar konur hafa sama fjölda af göngum, sama hversu stór brjóstin eru. Stærð brjósta fer hins vegar eftir fitumagni.

Mýta: Brjóstakrabbamein byrjar alltaf sem hnúður.
Staðreynd: Um það bil 10 prósent af greindum einstaklingum hafa engan hnúð. Og 80–85 prósent hnúða sem finnast í brjóstum eru góðkynja.

Láttu læknir skoða þig ef:
– þú finnur hnúð.
– útlit eða tilfinning á brjósti eða geirvörtu breytist.
– þú finnur hnúð eða þykkildi undir handarkrika.
– brjóst eða geirvarta er óvenju viðkvæm.
– stærð eða lögun brjóstsins breytist.
– brjóstið er heitt viðkomu.
– húðin er rauð eða bólgin.
– geirvartan losnar af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.