fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
Bleikt

Keyrði á níu ára dreng og glímir enn við afleiðingar andláts hans – Reyndi ítrekað að svipta sig lífi

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. maí 2019 11:00

Rebecca Gayheart.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rebecca Gayheart opnar sig upp á gátt í hlaðvarpinu The Only One in the Room. Talar hún meðal annars um atvik sem átti sér stað árið 2001 þegar hún ók óvart á níu ára gamlan dreng með þeim afleiðingum að hann lést.

„Allt breyttist frá þeirri stundu og ég á enn erfitt með að tala um þetta,“ segir Rebecca.

„Mig langaði ekki að lifa eftir slysið“

Það var þann 13. júní árið 2001 að leikkonan var að keyra bíl meðleikara síns í From Dusk Til Dawn 3, Marco Leonardi, þegar hún keyrði á drenginn, Jorge Cruz Jr., er hann var að ganga yfir götu í Los Angeles. Jorge slasaðist alvarlega og lést daginn eftir en Rebecca greiddi foreldrum hans tíu þúsund dollara vegna kostnaðar við útför litla drengsins.

Réttað var í málinu í nóvember árið 2001 og játaði Rebecca sök. Hún var dæmd í skilorðsbundið fangelsi, missti ökuréttindi í eitt ár, þurfti að greiða 2800 dollara í sekt og vinna 750 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá greiddi hún foreldrum Jorge einnig bætur utan réttarhalds. Rebecca segist hafa íhugað að svipta sig lífi eftir slysið.

„Mig langaði ekki að lifa eftir slysið. Þannig var það. Ég gat ekki tekist á við þetta. Þannig að í heilt ár reyndi ég að drepa sjálfa mig með því að gera alla sjálfseyðandi hluti sem manneskja getur gert,“ segir hún.

„Ég bara skildi þetta ekki. Ég skildi ekki neitt og ég hafði lifað frekar heillasömu lífi upp að þessu, þó að ég hafi verið fátæk í uppvextinum,“ bætir hún við.

„Þetta sneri heiminum á hvolf og ég missti trú á öllu. Ég spurði Guð: Af hverju ég? Af hverju Jorge?“

„Þetta verður með mér að eilífu“

Nú eru átján ár síðan að slysið átti sér stað og leikkonan spyr sig enn að því af hverju þetta gerðist.

„Ég spila þetta enn aftur í hausnum mínum. Ef ég hefði stoppað á bensínstöðinni hefði ég ekki verið að keyra á götunni. Þetta hverfur aldrei úr huga mér. Þetta verður með mér að eilífu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.