fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
Bleikt

Jafnvel fúlustu nátthrafnar geta breytt sér í ferska morgunhana

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. maí 2019 06:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má rannsókn vísindamanna við háskólann í Toronto eru þeir sem fara snemma að sofa og snemma á fætur hamingjusamari en þeir sem vilja vaka fram eftir og sofa út. Eftirfarandi ráð geta hjálpað jafnvel morgunfúlustu nátthröfnum að verða ferskir morgunhanar:

1. Hleyptu inn birtu 
Samkvæmt svefnsérfræðingnum Shelby Harris getur sólarljósið hjálpað þér við að endurforrita líkamsklukkuna. Vaknaðu fyrst á þínum venjulega tíma en eyddu fyrsta korterinu í sólinni. Farðu svo 20 mínútum fyrr á fætur á hverjum morgni og að sama skapi fyrr að sofa á kvöldin. Áður en þú veist af verður þú farin/n að stökkva fram úr eldsnemma með bros á vör.

2. Slökktu á öllu 
Takmarkaðu skjánotkun þína á kvöldin. Slökktu á iPad-inum, tölvunni, símanum og sjónvarpinu. sú tegund af birtu sem stafar frá þessum tækjum kemur í veg fyrir að þú finnir fyrir þreytu, samkvæmt svefnfræðingnum Harris.

3. Gerðu áætlun 
Framkvæmdu það sem þú þarft að gera á meðan sólin er uppi. Notaðu myrkrið til að hjálpa þér að slappa af. Þetta á líklega ekki við Íslendinga yfir hásumarið þegar sólin sest varla.

4. Aðlaðandi svefnherbergi 
Vertu viðbúin/n andvökunóttum. Keyptu myrkragluggatjöld, opnaðu gluggann og slökktu á öllum rafmagnstækjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.