fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
Bleikt

Íslensk kona gerir upp kynferðisofbeldi í æsku: „Hann átti að passa upp á litlu systur sína“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ein þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á kynferðisofbeldi. Þegar atburðirnir áttu sér stað var ég á aldursbilinu 11-13 ára. Sá sem braut á mér var einn af þeim sem ég leit mest upp til og elskaði meira en allt því hann átti að passa upp á litlu systur sína. En hann hafði ýmislegt á mig. Til dæmis stal ég frá pabba og þáverandi konunni hans sem ég vildi ekki að myndi fréttast og þannig tryggði hann sér þagmælsku mína.

Ég var 17 ára þegar ég horfði á þátt með Opruh þar sem þolendur kynferðisofbeldis sögðu sögu sína sem varð til þess að ég vildi loksins segja frá því sem gerðist. Allt kvöldið sat ég og skrifaði erfiðasta SMS sem ég hef á ævinni skrifað. Ég veit það er ekki besta leiðin, en ég var langt í burtu frá fjölskyldunni á þessum tíma og hafði ekki styrkinn í að hringja.

Stuttu seinna flutti ég í Hafnafjörðinn þar sem pabbi og konan sem hann var með þá bjuggu í næstu götu. Þar bar þetta samtal upp og konan hans pabba bauðst til að hafa samband við Stígamót og fá tíma þar fyrir mig sem ég þáði með þökkum því ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hafa samband sjálf.

Ég fékk tíma sem ég mætti í – alveg að farast úr kvíða yfir því að getað loksins sagt frá öllu vitandi að ég yrði ekki dæmd. Mér fannst tíminn fara mjög vel en ég heyrði svo ekkert meira í þeim eftir þetta sem mér fannst mjög skrítið. Ég þorði ekki að hafa samband eða segja neitt um það við pabba eða konuna hans. Mér var svo sagt seinna að konan hans pabba hefði talað við konuna sem ég talaði við eftir tímann og þær hefðu sammælst um að þetta væri lygasaga frá A-Ö vegna þess að ég grét ekki þegar ég talaði um það sem gerðist.

Þarna brugðust allar mínar vonir um að fá einhverja hjálp með þetta og ég ákvað að hætta að tala um þetta. Vitandi að pabbi trúir mér ekki, Stígamót trúðu mér ekki, besta vinkona mín til fjölda ára reyndi að afsaka gjörðir bróður míns og margt sem ýtti undir að þetta væri vonlaust mál.

Sem betur fer komst ég stuttu seinna að því að ég á marga sem standa með mér og hafa hjálpað mér meira en þau vita. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir þessa einstaklinga. Og ég lærði að ég mætti ekki gefast upp. Í dag er ég 27 ára og enn þá að vinna í mér en svo miklu bjartsýnni á lífið.

Til ykkar hinna; ég er ykkur ekki reið. Ég skil að þið getið ekki sett ykkur í mín spor en reynið að skilja hvaða áhrif þetta hafði á mig og mitt líf. En ég er hætt að láta þetta stjórna því hver ég er og segi hér með – ég fyrirgef ykkur.

Ást og friður,
Nafnlaus

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung

Móður illa brugðið: Fimm ára dóttirin sem er 23 kíló sögð allt of þung
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru

Ofurfyrirsætan Irina fáklædd í íslenskri náttúru
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“

Fóstur hefur betri réttindi en bandarísk kona: „Mig langar hreinlega að brenna þetta land eins og það leggur sig til grunna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Mæður hylla þessa konu – Birti mynd sólarhring eftir fæðingu: „Mig langar að vera eins hreinskilin og mögulegt er“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.