fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Alda opnar sig um andlegt fangelsi: „Ég vill aldrei þurfa að lenda á spítala með næringarskort eða næringu í æð“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 09:57

Alda Coco stígur fram og opnar umræðuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Guð, ég veit ekki hvar ég á að byrja, en mig langar að opna umræðuna um sjúkdóminn Bulimia Nervosa á Íslandi.“

Á þessa leið hefst færsla glamúrfyrirsætunnar Öldu Guðrúnar Jónasdóttur, eða Öldu Coco, á Instagram. DV hafði samband við Öldu sem gaf góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn enda segir hún ekki skammast sín fyrir að vera haldin búlimíu, eða lotugræðgi. „Þetta er bara sjúkdómur,“ segir hún í samtali við blaðamann.

Hrædd um að þyngjast

Í færslunni á Instagram rekur hún það hvernig sjúkdómurinn hefur þróast síðustu tvö árin.

„Seinustu tvö ár hef ég troðið mat ofan í mig og neytt hann aftur upp úr mér með uppköstum. Stundum einu sinni á dag, stundum oftar. En af hverju? Ég var hrædd um að þyngjast og passa ekki í þessa svokölluðu staðallíkamsímynd. Ég hélt að ég myndi haldast jafn grönn svona og æfði ekki neitt á meðan og ef ég æfði átti ég ömurlegar æfingar,“ skrifar Alda. Hún segir að fyrir mánuði síðan hafi hún einfaldlega hugsað: Hingað og ekki lengra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alda Guðrún (@aldacoco) on

„Ég hef aldrei verið með hægari brennslu en ég var með þá og aldrei eins lítið þol eins og þá og aldrei verið jafn óhamingjusöm og þá. Hvernig ég vaknaði upp úr þessum skelfilega sjúkdómi var að ég vil ekki ljótar tennur. Ég vil ekki bregðast sjálfri mér, fjölskyldunni minni, manninum mínum og dóttur minni. Ég vill lifa lífinu lifandi, hamingjusöm og með öllum þeim sem mér þykir vænt um. Ég vill aldrei þurfa að lenda á spítala með næringarskort eða næringu í æð,“ skrifar Alda og segir lífið allt annað síðasta mánuðinn.

„Núna nýt ég þess að borða góðan mat og hreyfa mig,“ segir hún. „Þessi sjúkdómur er ekki velkominn. Ég er svo ánægð og hamingjusöm í dag og líður eins og ég sé fyrst frjáls úr þessu andlega ömurlega fangelsi.“

Búin að finna sig aftur

Alda lítur framtíðina björtum augum og er sátt í eigin skinni í dag.

„Í dag tala ég ekki niður til mín. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Sjálfsöryggið mitt sem ég alltaf hafði er komið aftur og mér finnst ég meira en nógu góð. Núna ætla ég að halda áfram að næra sálina mína líkaman minn og hugsa vel um sjálfa mig.“

 

View this post on Instagram

 

Guð veit ekki hvar eg á að byrja en já langar bara að það opni meira fyrir umræðuna á sjúkdómnum bulimia nervosa á íslandi.Seinustu tvö ár hef ég troðið mat ofan í mig og neitt hann aftur upp úr mér með uppköstum stundum einu sinni á dag stundum oftar.En afhverju?var hrædd um að þyngjast og passa ekki í þessa kölluðu staðal líkams ýmind.Ég hélt að ég mundi haldast jafn grönn svona og æfði ekki neitt á meðan og ef ég æfði átti ég ömurlegar æfingar.Fyrir mánuði síðan hugsaði ég.nei hingað og ekki fucking lengra.Til hvers ég hef aldrey verið með hægari brennslu en ég var með þá og aldrey eins lítið þol eins og þá og aldrey verið jafn óhamingjusöm og þá.Hvernig ég vaknaði upp úr þessum skelfilega sjúkdómi var ég vill ekki ljótar tennur.ég vill ekki bregðast sjálfri mér fjölskylduni minni manninum mínum og dóttir minni.Ég vill lifa lífinu lifandi hamingjusöm og með öllum þeim sem mer þykir vænt um.Ég vill aldrey þurfa að lenda á spítala með næringaskort eða næringu í æð.Núna nýt ég þess að borða góðan mat og hreyfa mig.Hef aldrey náð jafn góðum æfingum í ræktini á seinasta mánuði.eins og seinustu 2 árum með þennan sjúkdóm.þessi sjúkdómur er ekki velkomin.Ég er svo ánægð og hamingjusöm í dag og líður eins og ég sé fist frjáls úr þessu andlega ömurlega fangelsi.Í dag tala ég ekki niður á mig er búin að finna sjálfan mig aftur.Sjálfsöryggið mitt sem ég alltaf hafði er komið aftur og mér finst ég meira en nógu góð.Núna ætla ég að halda áfram að næra sálina mína líkaman minn og hugsa vel um sjálfan mig ást og friður takk elsku @ernuland ?Fyrir #selflove# og jákvæða líkams ýmind ? #selflove#jákvæð#jákvæðlíkamsmynd#inspirationalquotes#beauty#model#bodypositive#bodypositivity#blonde#boudoir#boudoirphotography#fitfam#recovery#bulimiarecovery#?

A post shared by Alda Guðrún (@aldacoco) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Mia Khalifa viðurkennir að hún sé á Ozempic

Mia Khalifa viðurkennir að hún sé á Ozempic
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.